Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 13
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
03
96
12
/0
5
MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 13
FUGLAFLENSA Alls eru til í landinu
89 þúsund skammtar af tamiflu
og relensa, inflúensulyfjunum
sem gripið verður til komi upp
heimsfaraldur inflúensu. Þessi
skammtafjöldi er talinn duga
þriðjungi þjóðarinnar. Þetta kom
fram í svari Jóns Kristjánssonar,
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, við fyrirspurn Jóhönnu
Sigurðardóttur, Samfylkingu, um
viðbúnað og birgðir inflúensulyfja
vegna hugsanlegrar fuglaflensu.
Í svari ráðherra kom ennfremur
fram að unnið sé að mati á frekari
þörf inflúensulyfja. Gerðar hafa
verið ráðstafanir til að auka lyfja-
birgðahaldið verði talin þörf á því.
Inflúensulyfin eru geymd á
stað þar sem fyllsta öryggis er
gætt. Þeim inflúensulyfjum sem
keypt hafa verið á þessu ári er
einungis hægt að ávísa ef Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin lýsir því
yfir að heimsfaraldur inflúensu
sé skollinn á. Læknar hafa heim-
ild til að ávísa inflúensulyfjum
ef ábendingar eru fyrir hendi og
hafa lyfjainnflytjendur flutt inn
lyf á ári hverju í því skyni. Gert
er ráð fyrir að birgðunum verði
dreift til heilsugæslustöðva og
sjúkrahúsa.
Spurningu þingmannsins um
hverjir nytu forgangs í lyfjagjöf-
um segir ráðherra að tekið verði
mið af því að næsti inflúensufar-
aldur leggist þyngst á hefðbundna
áhættuhópa, svo sem aldraða og
fólk með tiltekna undirliggjandi
sjúkdóma. Í áætlunum sé gert ráð
fyrir því að þeir sem lækna og
líkna sjúkum og starfsfólk sem
sér um allra nauðsynlegustu starf-
semi í landinu fái fyrirbyggjandi
meðferð. - jss
VARNIR GEGN INFLÚENSU Sóttvarnalæknir sér um birgðahald og dreifingu á lyfinu ef
heimsfaraldur skellur á.
Birgðir í landinu af lyfjunum tamiflu og relensa gegn fuglaflensu:
Flensulyf fyrir þriðjung þjóðarinnar
SPÁNN Leitað er nú allra leiða til
að koma í veg fyrir uppsagnir allt
að fjórtán hundruð starfsmanna
bílaframleiðandans Seat í Katal-
óníu. Fyrirtækið hefur glímt við
fjárhagsvandræði um árabil.
Hefur heldur birt til undan-
farin ár en engu að síður er fyr-
irhugað að loka einni verksmiðju
fyrirtækisins sem hefði í för með
sér missi umræddra starfa. Eru
starfsmenn reiðubúnir að aðstoða
eftir megni og er nú reynt að
semja um að verksmiðjan keyri
aðeins fimmtán daga í mánuði og
starfsmenn haldi eftir sjötíu pró-
sentum launa sinna. ■
Fjöldauppsagnir hjá Seat:
1.400 störf
gætu lagst af
FÍKNIEFNANOTKUN Kaupfélag
Eyfirðinga og Sparisjóður
Norðlendinga ætla að verja
samtals tveimur milljónum
króna til kaupa á fíkniefnaleit-
arhundi til notkunar á Norður-
landi. Hundurinn, sem keyptur
verður í Bretlandi en þjálfaður
í Noregi, mun koma til lands-
ins næsta vor en hann verður
í umsjá lögreglunnar á Akur-
eyri.
Daníel Snorrason, lögreglu-
fulltrúi á Akureyri, segir ekki
nýnæmi að einstaklingar, fyr-
irtæki og félagasamtök leggi
lögreglunni lið með fjárfram-
lögum og hann fagnar framtaki
KEA og Sparisjóðs Norðlend-
inga. Daníel segir notkun og
sölu fíkniefna vaxandi vanda-
mál á Akureyri en lögreglan
hefur að undanförnu haft til
rannsóknar nokkur umfangs-
mikil fíkniefnamál.
Lögreglan á Akureyri hefur
nú yfir einum fíkniefnaleitar-
hundi að ráða en sá hefur tak-
markaða þjálfun og getur til
að mynda ekki leitað að fíkni-
efnum í fjölmenni. Nýi hundur-
inn verður ekki þeim takmörk-
unum háður og verður meðal
annars notaður við fíkniefna-
leit á skemmtistöðum og úti-
samkomum. - kk
KEA og Sparisjóður Norðlendinga styrkja löggæslu á Norðurlandi:
Hasshundur á tvær milljónir
HEILBRIGÐISMÁL Í haust fóru hér
fram æfingar á vegum Evrópu-
sambandsins, en sviðsettur var
heimsfaraldur inflúensu.
Æfingarnar voru tvær og stóð
hvor um sig yfir í tvo daga að því
er fram kemur í Farsóttafréttum
Landlæknisembættisins. Sú fyrri
fór fram í október og var nokkurs
konar undirbúningur fyrir hina
sem fram fór í nóvember.
Alls tóku þátt 25 aðildarríki
Evrópusambandsins auk Íslands,
Noregs og Sviss. Þá komu að
æfingunum Framkvæmdastjórn
Evrópu, Sóttvarna-, og Lyfja-
stofnun Evrópu, lyfjafyrirtæki og
bóluefnisframleiðendur.
Hér þótti æfingin takast vel
og samstarf stofnana hefur verið
til fyrirmyndar þó að æfingarn-
ar hafi líka leitt í ljós atriði sem
kanna þarf nánar. - óká
Æfðu viðbrögð við farsóttum:
Æfðu viðbrögð
við stórfaraldri
MINNINGARATHÖFN UNDIRBÚIN Taílend-
ingar undirbúa veglega minningarathöfn
um fórnarlömb flóðbylgjunnar sem haldin
verður á öðrum degi jóla. Þúsundum sem
slösuðust á suðurströndum landsins fyrir
ári hefur verð boðið þangað til þriggja daga
dvalar til að taka þátt í athöfninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ FRÁ FJÁRMÖGNUN
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri
KEA, Baldur Dýrfjörð, formaður barna-
verndarnefndar Eyjafjarðar, Daníel Guð-
jónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, og
Örn Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Norðlendinga.