Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 31
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Tórínó eftir rúma tvo mánuði og tilvalið að skella sér suður eftir í skammdeginu. Þetta er í tut- tugusta skiptið sem leikarnir eru haldnir og því um mikil tímamót að ræða. Hlíðarfjall er líka opið, og fyrir þá sem ekki komast til Torínó er hægt að renna sér þar. Í Hlíðarfjalli fellur daglega jólasnjór úr snjóvélum. Þvörusleikir kemur í kvöld og því ættu húsmæður og feður að passa eld- húsbúnaðinn í nótt. Það er líka þjóðráð fyrir börnin að lauma einni skeið af skyri í gluggakist- una við hlið skósins svo ekki svengi sveinka. Bláa lónið býður upp á jóla- hlaðborð næstu helgi. Boðskort í heilsulindina fylgir með. Það er gott að slappa af í þessari náttúruperlu, ligna aftur augunum og hlusta á öll erlendu tungumálin sem töluð eru í Lóninu. Citroën bílar eru um þessar mundir á tilboði hjá Brimborg. Öllum bílum fylgir að auki vetrardekk auk sum- ardekkjanna. Frekari upplýsingar um tilboðin er að finna á heimasíðu Brimborgar, www.brimborg.is. Blóðbíllinn verður við Ráðhúsið á Selfossi í dag frá 10:00 til 17:00. Það vantar alltaf blóð og það er tilvalin jólagjöf að gefa einhverjum þurf- andi blóð. Allir heilsuhraustir einstaklingar á aldrinum 18 til 60 ára eru hvattir til að mæta. Reykinga- mönnum fækkar ef marka má nýja könnun sem Gallup gerði fyrir Lýðheilsustöð. Um nítján prósent fólks á aldrinum 15-89 ára reyktu nú samanborið við þrjátíu prósent árið 1990. Algengast er að fólk á tvítugs- aldri reyki en sjaldgæfast að 70-89 ára gamalt fólk geri það. LIGGUR Í LOFTI [JÓL, BÍLAR & FERÐIR] Smákökubakstur, laufabrauðsskurður og marsipansamkeppni eru fastir liðir á aðventunni hjá alþingismanninum Siv Friðleifsdóttur. „Mesta tilhlökkunarefnið á aðventunni er hinn stór- spennandi viðburður, mars- ipankeppni fjölskyldunnar. Við systkinin hittumst þá með mökum og börnum en mamma stendur fyrir keppninni og er yfirdóm- ari,“ segir Siv brosandi þegar hún er innt eftir föst- um hefðum á aðventunni. Þessu verður hún að lýsa nánar. „Við mætum með mars- ipan í ýmsum litum, kókos- mjöl, möndlur, súkkulaði og allskonar fínerí til að skreyta marsipanið. Það fer svo um helmingurinn ofan í magann í leiðinni en keppnin felst í því að búa til frumlegasta og flottasta marsipanmolann. Einhverntíma vann jaxl sem systir mín tannlækn- irinn gerði og í annað sinn fór moli sem hét Mývatn með sigur af hólmi. Þetta höfum við gert í mörg ár og borðum saman í leiðinni. Við erum mikið marsipan- fólk. Það er trúlega arfur frá Noregi því mamma er norsk og í aðdraganda jóla í Noregi er vinsælt að borða marsipangrísi. Síðan er önnur aðventu- hátíð í föðurfjölskyldunni þegar Sigríður Stefáns- dóttir föðursystir mín og hennar maður standa fyrir laufabrauðsbakstri. Þar mætum við systkinin með mökum og börnum og skerum út laufabrauð. Okkur þykir laufabrauðið ómissandi með hangikjöt- inu á jólunum.“ Siv bakaði fjall af smákök- um eitt kvöldið ásamt Hákoni syni sínum og Óla Birni vini hans og spurð um skreyting- armálin svarar hún. „Við erum með aðventu- ljós í glugga og aðventu- krans með kertum sem við kveikjum á á sunnudögum eins og hefð er fyrir. Stund- um höfum við búið til krans- inn sjálf en að þessu sinni var hann keyptur tilbúinn. Svo setjum við upp jólaljós á svalirnar og trén í garðinum. Erum búin að ná í seríurnar í geymsluna og eigum bara eftir að ganga frá þeim.“ Marsipankeppni hjá fjölskyldunni Siv nýtur aðventunnar þrátt fyrir annríki í þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Namm, ilmur- inn er indæll. Þetta er greini- lega pitsa með súkkulaðisósu! KRÍLIN Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 14. desember, 348. dagur ársins 2005. Reykjavík 11.14 13.22 15.30 Akureyri 11.29 13.07 14.45 JÓNSI Töffarabíll og fjölskyldubíll BLS. 2 LONDON Góðir veitingastaðir BLS. 5 BINDI Nauðsynleg um jólin BLS. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.