Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 38

Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 38
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR KYNNINGAR í desember 2005 Hagkaup Kringlan: 15. desember kl. 14.00-18.00 17. desember kl. 16.00-20.00 23. desember kl. 17.00-21.00 Hagkaup, Smáralind 15. desember kl. 16.00-20.00 Lyfja, Lágmúla 31. desember Levante fæst í verslunum Hagkaupa, Lyfju, Lyf og heilsu og Lyfjavali Bindi eru gríðarlega vinsæl og svo virðist sem frelsi og djörfung séu tískuorðin fyrir þessi jól er kemur að hálstaui. Allt er leyfi- legt svo lengi sem þú sjálfur ert sáttur við það. Það er ekki langt síðan bindi voru einskorðuð við fjölskylduboð, stjórnmála- menn og yfirmenn fjármála- fyrirtækja. Nú hins vegar er það móðins að ganga með bindi við öll tækifæri. Ungir menn bera hálstau með stolti og bindisflór- an virðist fjölbreyttari nú en nokkru sinni fyrr. En hvernig er bindistískan í ár? „Það sem þér þykir flott gengur,“ segir Jón Geir Jóhannsson í Dressmann. „Það er nett stjórnleysi í gangi í bindistískunni. Þessi afskaplega sterku þverröndóttu bindi eru ekki jafn mikið áberandi og litadýrðin er meiri en fyrr.“ Vilhjálmur Vilhjámsson í Hugo Boss mælir líka gegn skáröndóttum bindum. „Nr. eitt, tvö og þrjú þá er eitthvað sem heitir skáröndótt alveg búið hjá okkur. Fín regluleg munstur sem áður þóttu karlaleg eru orðin trendí í dag,“ segir Vilhjálmur. „Sterkir litir eru að koma sterkir inn í dag og bindin eiga að vera ofin frekar en prentuð.“ Bjarni Þór Pálsson, starfsmað- ur Next, er ekki sama sinnis og kollegar sínir að skáröndótt sé að detta út. „Bindistískan í ár er lita- bundin og með sterkum bind- um. Skáteinótt er vinsælt og skiptir þá einu hvort teinarn- ir eru fínir eða gróf- ir.“ segir B j a r n i . H a n n segir það færast í vöxt að ungir menn séu með bindi við fráhneppta skyrtu og í gallabuxum. Það eru ekki allir á einu máli um ágæti bleikra binda en þau seljast vel í Next. „Bleikt er mjög vin- sælt en annars finnst mér að menn eigi bara að vera í því sem þeir eru ánægðir með og þá líta þeir vel út,“ segir Bjarni. tryggvi@ frettabladid.is Litadýrð og stjórn- leysi í bindistísku Jón Geir Jóhannsson í Dressmann segir að bindi hafi aldrei selst jafn vel og séu mjög í tísku. Hugo Boss Next Dressmann Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Höf. Jóhannes úr Kötlum Í kvöld er það Þvörusleikir sem arkar til byggða og bregður á leik. Þvörusleikir var vanur að stelast í þvörurnar sem notaðar voru til að skefa pottana með og ríghélt hann um þvöruna svo hún rynni honum ekki úr greipum. Milli þess sem Þvörusleikir gefur þægum börnum í skóinn kíkir hann eftir óuppvöskuðum þvörum sem hann gæti gripið í. Því er gott að ganga vel frá í eldhúsinu í kvöld ef ekki er óskað eftir því að Þvörusleikir kíki þar inn og geri óskunda. jólasveinar } MYND ÞJÓÐMINJASAFN Þvörusleikir Þorsteinn Marinósson: Hef ekki ennþá myndað mér skoðun um það. Jóhanna Vilbergsdóttir: Ég væri alveg til í smá frí. Karen Jónsdóttir: Myndavél. jólaspurningin } Hvað langar þig í jólagjöf?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.