Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 48
Fyrirsjáanlegt er að hreinar eignir íslensku lífeyrissjóðanna muni vaxa hratt á næstu árum og jafnvel áratugum. Hreinar eignir líf- eyrissjóðanna fóru yfir eitt þúsund milljarða króna í febrúar á þessu ári og voru á síðasta ári orðnar meiri en landsframleiðslan. Því er spáð að innan skamms verði eignirnar orðar tvöföld landsframleiðsla, enda vex séreignar- sparnaður hratt og viðbúið að framlög laun- þega eigi eftir að aukast jafn og þétt. Í nýlegri skýrslu Guðmundar Guðmunds- sonar og Kristíönu Baldursdóttur, Lífeyris- sjóðir – framtíðarhorfur og óvissuþættir, sem birtist í síðasta hefti Peningamála, velta greinarhöfundar fyrir sér þeim fjárfesting- armöguleikum sem lífeyrissjóðirnir hafa í framtíðinni. Þar sem ljóst er að hreinar eign- ir sjóðanna muni vaxa hratt standa stjórnend- ur lífeyrissjóðanna frammi fyrir því krefj- andi verkefni að ávaxta peningana. Að mati höfunda ríkir talsverð óvissa um afkomu líf- eyrissjóðanna í framtíðinni en þeir spá því að fjárfestingar sjóðanna muni stóraukast er- lendis á næstu árum. Viðmælendur Markað- arins tóku einnig undir það. UMSVIFAMIKLIR Á ÍSLANDI Lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög umsvifa- miklir þátttakendur á innlendum fjármála- markaði. Á hlutabréfamarkaði eru þeir meðal stærstu hluthafa í flestum félögum og eiga þeir um tólf prósent af öllum skráðum hluta- bréfum í Kauphöll Íslands. Þá eiga þeir um 47 prósent af útgefnum markaðsskuldabréfum, þar af 41 prósent af verðbréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Ekki blasir því við í fljótu bragði hvaða fjárfestingarmöguleika lífeyrissjóðirnir eiga innanlands með þann stóra stabba sem þeir munu hafa til umráða næstu áratugina,“ segja höfundar skýrslunn- ar. Fjárfestingareglur lífeyrissjóða eru með þeim hætti að annars vegar er þeim heimilt að eiga helming í hlutabréfum og helming í skuldabréfum og hins vegar er þeim heimilt að vera með helming eigna sinna innanlands og helming erlendis. Tækifæri lífeyrissjóða liggja nú að mestu leyti í fjárfestingum er- lendis. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóðirnir búi við ákveðið fjárfestinga- umhverfi með lögum sem séu að stofninum frá 1997. „Við höfum talið að það væri eðli- legra að fjárfestingareglur sjóðanna væru ekki njörvaðar niður í löggjöf heldur væri það á forræði fjármálaráðherra að gefa út reglugerð hverju sinni með fenginni umsögn frá Fjármálaeftirlitinu, Landssamtökunum og Seðlabankanum. Markaðurinn er orðinn svo flókinn og framþróunin svo hröð.“ AUKIÐ SVIGRÚM TIL FJÁRFESTINGA Með frumvarpi, sem liggur fyrir þingi, er ætlunin að gefa lífeyrissjóðunum aukið svig- rúm til fjárfestinga. Í íbúðalánum, sem hafa verið farsæl leið lífeyrissjóða til að koma peningum í ágæta vöxtun, er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir geti lánað allt að 75 prósent af markaðsvirði eignar en áður miðaðist lánveit- ing við 65 prósent. Enn fremur er í frumvarp- inu gert ráð fyrir því að hámark á hlutabréf- um hækki úr 50 prósentum í 60 prósent sem geti gefið lífeyrissjóðunum svigrúm til frek- ari kaupa innanlands. Hrafn segir að lífeyrissjóðirnir hafi alltaf verið virkir á innlendum hlutabréfamarkaði. „Í árdaga útrásarinnar kom auðvitað heilmik- ið fjármagn frá lífeyrissjóðunum sem gaf henni klárlega byr undir vænginn.“ Hann MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN10 Ú T T E K T Lífeyrissjóðir glíma við fra Eftir stöðuga ávöxtun fyrr á árum hafa sveiflur á ávöxtun lífeyrissjóða aukist. Búist er við að þeir auki e þétt á næstu árum og áratugum á kostnað innlendra fjárfestingarkosta, sem getur aukið sveiflurnar en steinsson kynnti sér nýlega skýrslu um ávöxtunarmöguleika framtíðarinnar og ræddi við nokkra stjórne Y F I R L I T Y F I R E I G N I R L Í F E Y R I S S J Ó Ð A N N A ( Í M I L L J Ó N U M K R Ó N A ) des. ‘04 ág. ‘05 Hreyfingar í % Heildareignir 9 86.535 1.110.028 12,50% þ.a. innlend verðbréfaeign 732.750 812.721 10,90% þ.a. erlend verðbréfaeign 217.578 264.392 21,50% þ.a. sjóðfélagalán 86.826 90.385 4,10% þ.a. innlend hlutabréf 127.905 164.829 28,90% LÍFEYRISSJÓÐIR HORFA TIL FREKARI ÚTRÁSAR Mikill vöxtur íslensku lífeyrissjóðanna kallar á ný og stærri verkefni fyrir stjórnendur þeirra; hvernig eigi að ávaxta eignir sjóðanna. Ljóst er að eignir þeirra munu aukast erlendis vegna tak- markaðra möguleika heima fyrir. 10_11_Markadur lesið 13.12.2005 15:10 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.