Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 50
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Íslenski dansflokkurinn er útrásarfyrirtæki. Flokkurinn markaði sér skýra listræna stefnu og á grundvelli hennar hefur innlendum áhorfendum fjölgað og eftirspurn erlendis vaxið. Hafliði Helgason hitti Ásu Richardsdóttur, fram- kvæmdastjóra dansflokksins, og ræddi við hana um viðskiptin, listina og menninguna. Útrásin er ekki bundin við hefðbundinn fyrir- tækjarekstur. Nýsköpunarverkefni í menn- ingarlífi hafa sprottið upp og náð til annarra landa. Íslenski dansflokkurinn hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og nú er svo komið að sýningar hans erlendis eru orðnar umtals- verður hluti af starfseminni. Dansflokkurinn var erlendis í 52 daga á þessu ári. Hann heim- sótti fimmtán borgir í Evrópu og Asíu og sýndi þar 22 sýningar. „Vinnan í kringum þessa útrás er gríðarleg en hún skilar ár- angri, meðal annars í auknum tekjum. Er- lendar tekjur eru stærsti hlutinn af sértekj- um okkar og ef frá er dreginn fastur kostnað- ur af rekstri er afkoman jákvæð af sýningum okkar erlendis og hefur verið frá árinu 2002,“ segir Ása Richardsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ís- lenska dansflokksins. STEFNAN MÖRKUÐ Lögmálin í þessum geira eru þau sömu og í viðskiptalífinu. „Marka skýra stefnu sem byggir á þekkingu og fylgja henni markvisst eftir. Sýna þrautseigju og gefast ekki upp þótt á móti blási. Árið 1996, þegar Katrín Hall, nýr listdansstjóri, var ráð- in, settu stjórnendur og stjórnvöld sér það markmið að Íslenski dansflokkurinn skyldi verða nútímadansflokkur í hæsta gæða- flokki.“ Síðan þá hefur dansflokkurinn ein- beitt sér að nútímadansi einvörðungu. „Menntun er hér lykilatriði, í dansinum eins og í öðrum listgreinum. Við höfum hingað til borið gæfu til að standa vel að menntun dans- ara með Listdansskóla Íslands í fararbroddi. Dansflokkurinn er skipaður atvinnudönsur- um og við höfum lagt höfuðáherslu á mark- vissa þjálfun þeirra, sem nú hefur skilað þeim árangri að þeir standast fyllilega al- þjóðlegan samanburð.“ Ása segir að samhliða uppbyggingu flokksins hafi verið mörkuð sú stefna að efla erlend tengsl og stofna til samstarfsverkefna á alþjóðlegum vettvangi. „Upphafið var að fá til landsins marga af fremstu danshöfundum Evrópu til að vinna með flokknum. Þeir báru með sér sömu viðmið og tíðkast í bestu flokk- um erlendis. Samfara þessari erlendu innrás inn í íslenskan dansheim höfum við lagt rækt við íslenska danssmíð. Þannig höfum við hægt og bítandi vakið athygli erlendis eink- um fyrir tvennt. Við erum orðin alþjóðlegur dansflokkur með sterka og fjölhæfa einstak- linga, þar sem sérkenni og styrkleikar hvers dansara fá notið sín. Hitt er að við sýnum verk eftir erlenda höfunda í fremstu röð og íslenska höfunda sem eru ekki eins þekktir, en framandi og spennandi.“ Stefnan hefur virkað og erlend eftirspurn eykst. ÞARF SKAPANDI STARF Ása hefur unnið í fjölmiðlun og menningarlíf- inu í tvo áratugi. Var fréttamaður Ríkissjón- varpsins og stofnaði og stýrði Kaffileikhúsinu af krafti og myndarbrag. Hún er menntuð í alþjóða- stjórnmálum og bætti svo við eins árs evr- ópsku námi í stjórnun menningarstofnana. „Þar kynntist ég fólki sem opnaði augu mín fyrir möguleikum hinna skapandi atvinnugreina, fólki sem hefur haft marg- vísleg áhrif á líf mitt síðan.“ Hún kom til Íslenska dans- flokksins 2002 og hóf MBA- nám við Háskólann í Reykja- vík á sama tíma. Hún hélt sig við listirnar. „Ég er löngu búin að gera það upp við mig að ég mun aldrei þrífast nema í skapandi starfi. Skapandi starf er hins vegar mjög vítt hugtak og þarf ekki endilega að tengjast listum. Nú fæ ég útrás fyrir sköpunarkraftinn í þessu starfi og sé óendanlega möguleika á frekari upp- byggingu listanna og ann- arra skapandi atvinnugreina í landinu. Ég er ekki lista- maður, ég er athafnakona og listageirinn þarf á slíkum konum að halda. Skilyrðið er þó, til að slíkt fólk þrífist í geiranum, að það hafi skiln- ing og brennandi ástríðu fyrir viðfangsefninu.“ Dansflokkurinn er sjálf- stæð ríkisstofnun. Þegar Ása kom til starfa var talsverður uppsafnaður halli frá fyrri árum. Skuldastaðan hefur hins vegar gjörbreyst. „Okkur hefur tekist á að- eins fjórum árum að greiða skuldina niður, í góðri samvinnu við menntamálaráðuneytið. Samhliða því hefur framlag á fjárlögum auk- ist, en það lít ég fyrst og fremst á sem viður- kenningu á því að okkur hefur tekist að ná föstum tökum á rekstrinum og höfum jafn- framt uppfyllt þau listrænu markmið sem að var stefnt.“ VANTAR STEFNU Ása sér mikla möguleika fyrir aukinn hlut skapandi atvinnugreina á Íslandi, en segir umræðu um þær allt of litla og opinbera stefnu vanta. „Stjórnmálamönnum sem og fólki í geiranum sjálfum hættir til að hugsa skammt og festast í skyndi- lausnum. Við hreykjum okk- ur af „grósku í þessu og hinu“ og gefum ekki nægjan- legan gaum að þeim efna- hagslegu verðmætum sem felast í starfsemi listanna.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa reiknað að sjö prósent af vergri þjóðarframleiðslu í heiminum megi rekja til skapandi atvinnugreina og að þær vaxi um tíu prósent á ári. „Við höfum ekki kortlagt vöxt þeirra að neinu marki hér á landi, sem er þó for- senda þess að hægt sé að gera sér grein fyrir hvar verðmætin liggja. Þetta hafa hins vegar þjóðirnar í kring- um okkur gert. Stefnumörk- un Breta í skapandi atvinnu- greinum er sérstaklega til fyrirmyndar. Svíar gerðu sér grein fyrir möguleikum tónlistar fyrir tuttugu árum og í dag er hún ein þeirra stærsta útflutningsgrein. Opinber stefnumörkun í at- vinnulífi á Íslandi hefur allt of mikið takmarkast við nýt- ingu náttúruauðlinda og frumstæðan iðnað og virkjun hugvitsins hefur setið hjá.“ Ása segir þá sjálfstæðu útrás sem við höfðum séð í viðskiptalífinu einstaka og verð- mætin sem henni fylgja mikil. „Það sama gildir um listirnar og ég er sannfærð um að einstakar listgreinar geti til lengri tíma litið orðið meðal okkar helstu útflutningsgreina. En listirnar hafa ennþá meira, umfram allt fela þær í sér andleg verðmæti sem aldrei verða metin til fjár. Útrás listanna fylgir út- breiðsla menningar og hún staðfestir, fyrir sjálfum okkur og öðrum, hvað gerir okkur að einni þjóð.“ Hádegisverður fyrir tvo á La Primavera Gulrótar- og graskerssúpa Gnogghi í gorgonzolasósu Hvítlauks- og rósmarínmarinerað lambalæri Tiramisu Drykkir Vatn Hvítvín Kaffi Verð krónur 6.380 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Ásu Richardsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins Baugslandið góða! Nú hafa þau tíðindi orðið í íslensk- um fjölmiðlaheimi að búið er að fletta ofan af Baugsveldinu. Þessi merki viðburður átti sér stað með útgáfu Blaðsins á mánudag þegar leiðarahöfundur blaðsins leiddi í ljós þau óumdeildu sannindi að starfsmenn Baugsveldisins eru í raun þrælar og hafa það jafnvel verra heldur en fátæku börnin í Afríku sem vinsælt er að styðja til máltíða í kringum jólin. Nútímaþrælahaldið í Baugslandi er, samkvæmt Blaðinu, að því leyti verra heldur en þrælahaldið í Ameríku á fyrri öldum þar sem þrælahaldarar þess tíma þurftu að sjá þrælum sínum fyrir bæði mat og húsaskjóli. Stjórnarherr- arnir í Baugslandi hirða þó lítt um slíkan munað fyrir sína þræla enda eru þeir svo uppteknir af því að skemmta sér á góðgerðarsam- komum og prívat sinfóníutónleik- um að þeir hafa engan tíma til að velta sér upp úr ómerkilegum þörfum lítilmagnans. Já, þeir máttu prísa sig sæla þræl- arnir í Ameríku að vinna ekki í Hagkaup eða Bónus. Og það er sennilega rétt hjá Blaðinu að þrælarnir hefðu umsvifalaust barist gegn hvers kyns frelsun ef þeir hefðu vitað að þeir gætu hugsanlega endað sem þegnar í Baugslandinu. „Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima,“ sagði skáldið – en það skáld bjó ekki í Baugslandi og hafði því ekki hugmyndaflug til að sjá fyrir sér hinn barða og þvengmjóa þjón. Það er furðulegt að leiðari Blaðs- ins hafi ekki vakið meiri viðbrögð því í raun er um ákall til byltingar að ræða. Þetta heróp Blaðsins virðist ekki falla í frjóan jarðveg enda eru þessir Baugsþrælar flestir of uppteknir við að kaupa dýrar jólagjafir, skreyta jólatré og baka jólakökur til þess að standa í byltingu. Sennilega eru daglaunamenn Baugs ekki nægi- lega svangir til að standa í bylt- ingu, en það hefur oft staðið sönn- um byltingarmönnum, eins og leiðarahöfundi Blaðsins, fyrir þrifum að þeir eru langt á undan sinni samtíð. En Aurasálin er tilbúin í slaginn og lætur sig ekki vanta þegar Blaðið blæs til frelsisins orrustu báls til þess að frelsa hina óafvitandi þræla Baugslands frá þeim þræl- dómi sem þeir hafa verið hnepptir í af stjórnarherrunum. Aurasálin er bjartsýn á framtíð Blaðsins. Með yfirveguðum og hárbeittum skrifum sínum um tví- skinnunginn í íslensku samfélagi hefur það markað sér algjöra sér- stöðu á markaðinum. Það hefur Aurasálin fyrir satt að ástæða þess hugrekkis sem nú er sýnt á leiðarasíðunni sé einfaldlega sú að fjárhagslegur grundvöllur Blaðs- ins sé orðinn svo sterkur að ekk- ert geti ógnað stöðu þess á mark- aði. Nú væri gaman að hafa tæki- færi til að fjárfesta í Blaðinu – framtíð þess er björt. A U R A S Á L I N Ása Richardsdóttir Starf: Framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins Fæðingardagur: 19. ágúst 1964 Maki: Hjálmar H. Ragnarsson Börn: Nína Sigríður f. 1992 og Snorri f. 1993 ÖFLUGUR DANSFLOKKUR Ása Richardsdóttir segir velgengni Íslenska dansflokksins liggja í því að mótuð var skýr stefna um að gera flokkinn að nútímadansflokki í fremstu röð. Árangurinn af því er vaxandi áhugi innanlands á sýningum flokks- ins og eftirspurn eftir honum á erlendum vettvangi. Þannig höfum við hægt og bítandi vakið athygli erlendis einkum fyrir tvennt. Við erum orðin alþjóðlegur dansflokkur með sterka og fjölhæfa einstaklinga, þar sem sérkenni og styrkleikar hvers dansara fá notið sín. Hitt er að við sýnum verk eftir erlenda höfunda í fremstu röð og ís- lenska höfunda sem eru ekki eins þekktir, en framandi og spennandi. Dansflokkur í skapandi útrás Fr ét ta bl að ið /V ilh el m 12_13_Markadur lesið 13.12.2005 15:11 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.