Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 56

Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 56
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Allt frá tíu prósentum til þriðjungs virðis jólagjafa fer til spillis. Eftir því sem fjarlægðin er meiri milli gefenda og þiggjenda eykst tapið. Einu leiðirnar til að forðast hið óumflýjanlega eru að sleppa gjöfun- um eða að gefa peninga í jólagjöf. Nú er sá tími árs þegar allir eru í óðaönn að velja jólagjafir handa vinum og vandamönnum. Flestir þekkja kvölina við að hafa ekki hugmynd um hvað eigi að gefa, til dæmis litlum frænda eða gamalli frænku. Ömmur og afar eiga oft í mestu vandræð- um að finna heppilegar gjafir fyrir öll barnabörn- in. Það er því síst huggun að heyra þá fullyrðingu að allir tapi á jólunum. Þetta var þó niðurstaða rannsóknar bandaríska hagfræðiprófessorsins Joel Waldfogel við Yale- háskóla fyrir rétt um tíu árum síðan. Vert er að rifja þær upp svona í aðdraganda jól- anna. Hann fullyrðir að þegar skipst sé á jólagjöfum tapist frá tíu prósent- um og upp í þriðjungur af virði þeirra. Ýmsir fræðimenn hafa gagnrýnt kenn- ingar hans og benda á að jólagöfum fylgi tilfinningalegt gildi sem ekki sé unnt að leggja á peningalegt mat. Flestir hljóta þó að kannast við það að hafa fengið jólagjöf sem fór fljótt að safna ryki og lenti jafnvel sem dót á tómbólu innan árs. Því eiga kenningar Waldfogels enn upp á pall- borðið, í það minnsta hjá Skröggum nú- tímans. Áberandi hlið jólagjafakaupa er að það er einhver annar en notandi vörunnar sem velur hana. Það er grunnhugmynd í hag- fræði að óheft val neytenda leiði til meira notagildis en val háð skilyrðum. Til að mynda verður þjóðfélagið fyrir svokölluðu allratapi við innheimtu skatta og tolla, þegar al- menningur fær ekki sjálfur að ráðstafa fé sínu. Kenning Waldfogels gengur út á að sömu lögmál gildi um jólagjafir. Ósamræmi myndist milli gjaf- arinnar og þess sem þiggjandi hefði valið sér sjálf- ur. Allar líkur eru á að þiggjandi gjafarinnar hefði verið betur staddur hefði hann fengið að kaupa eitthvað sjálfur fyrir sömu upphæð. Waldfogel dró ályktanir sínar af tveimur könn- unum sem hann lagði fyrir hópa bandarískra hag- fræðinema. Í þeirri fyrri voru nemendur beðnir að meta heildarupphæðina sem greidd var fyrir jóla- gjafirnar sem þeim bárust árið á undan. Jafnframt áttu þeir að leggja mat á hvað þeir sjálfir hefðu verið tilbúnir að greiða fyrir vörurnar, hefðu þeir keypt þær. Í seinni könnuninni voru nemendur beðnir að lýsa hverri jólagjöf fyrir sig, gera grein fyrir tengslum þeirra við þá sem að gáfu gjafirnar og meta hvað viðkomandi hefði greitt fyrir gjöfina. Kannanir á borð við þessar hafa ekki verið fram- kvæmdar á Íslandi og því ekki hægt að fullyrða um þjóðhagslegt tap Íslands af misheppnuðum jóla- gjöfum. Sé hins vegar hægt að gera ráð fyrir að Ís- lendingar svipi til Bandaríkjamanna týnast um 11 til 36 þúsund krónur í allratapinu árlega af kaupum hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Þungi tapsins fer bæði eftir því hversu vel gef- andinn þekkir þiggjandann og hversu vel viðkomandi þekkir eigin langanir. Fjarlægð og aldursmunur milli gef- enda og þiggjenda skiptir mestu máli um hversu vel heppnaðar jólagjafir eru. Þeim sem helst hættir til að velja gjafir sem enginn hrópar húrra yfir eru ömmur, afar, frænkur og frændur en það eru jafnframt þeir hópar sem líklegastir eru til að gefa peninga í jólagjöf. Elskhugar, systkini og vinir virðast eiga betra með að taka réttar ákvarðanir. Ýmsar leiðir má fara að því að takmarka þessa rýrnun. Að sleppa jólagjöfunum eða að gefa pen- inga er augljósasta leiðin að því markmiði. Ólíklegt er að margir taki það fyrra til bragðs og það síðar- nefnda þykir mörgum ekki í takt við anda jólanna. Þess má geta að þeir sem þekkja einhvern betur en hann þekkir sig sjálfur eiga mesta möguleika á að finna gjöf sem viðkomandi metur meira en að raunverulegu virði gjafarinnar. Fyrir þá sem ekki þekkja einhvern svo vel er eina ráðið að gera sitt besta og fá hjálp við innkaupin. Líklega er það líka órjúfanlegur hluti af jólunum að fá í það minnsta einn grip sem yljar manni um hjartaræturnar og fer svo beint inn í geymslu. - hhs M Á L I Ð E R Halli jólanna Hvað þýðir að halli sé á jólun- um? Það má nú ekki taka þetta of bókstaflega en það er verið að vísa til þess að ýmsar erlend- ar rannsóknir benda til þess að gjafir sem eru gefnar við tækifæri eins og jólin nýtist oft þiggjandanum ekki eins vel og gefand- inn hélt. Þumal- puttareglan virðist að því fjarlægari sem gefandinn er þiggjandanum, þeim mun lík- legra er þetta. Það fara því ein- hver verðmæti í súginn vegna kaupa á gjöfum sem þiggj- endur meta sem minna virði en gefend- ur greiddu fyrir þær. Eru jólagjafir böl? Það er annað mál! Það má meðal annars hafa í huga að oft er hlýhugur- inn sem gjöfum fylgir talsverðs virði í sjálfu sér og bætir það upp ef gjafirnar sjálfar nýtast ekki eins vel og vonir stóðu til. Svo getur nú allt tilstandið verið ósköp ánægju- legt þótt gjafirn- ar safni sumar ryki eftir jól. Ýmsar gjafir hafa raunar ekk- ert markaðsvirði en veita bæði þiggjanda og gefanda mikla ánægju, til dæm- is föndur sem börn gefa for- eldrum sínum. Er hægt að áætla hallann á jól- unum á Íslandi? Það er ekkert því til fyrirstöðu ef einhver hefur áhuga. Slíkt mat mætti til dæmis byggja á viðhorfskönnun sem gerð væri í kjölfar jólanna. Það mætti líka skoða afmælis- og ferming- argjafir ef út í það er farið. Það er til dæmis áhugavert að velta því fyrir sér af hverju pen- ingagjafir virð- ast mun al- gengari við fermingar en á jólum. Kannski er það í og með vegna þess að rosknir og fjar- skyldir ættingjar hafa oft ekki hugmynd um hvað þrettán ára unglingum kemur best eða þá langar mest í. Þá er einfald- ara að gefa pen- inga sem ferming- arbarnið getur ráðstafað sjálft. Hvernig er hægt að minnka þennan halla? Ef einhver hefur miklar áhyggjur af þessu er hægt að sleppa gjöfum, gefa peninga eða einfaldlega spyrja þiggjandann eða einhvern sem þekkir hann vel hvað hann langar mest í. Eigum við að skipta alfarið yfir í peningagjafir? Nei, þótt nýtingin á gjöfunum sé eitthvað innan við 100 prósent skiptir sem bet- ur fer ýmislegt ann- að líka máli. Allir tapa á jólunum Hlýhugurinn sem gjöf- um fylgir talsverðs virði T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Gylfa Magnússonar dósents í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 18_19_Markadur lesið 13.12.2005 15:19 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.