Fréttablaðið - 14.12.2005, Qupperneq 67
MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 31
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
2
99
86
12
/2
00
4
Mikilvæg sending
hratt og örugglega
Jólatilboð fraktflugs Flugfélags Íslands gerir þér kleift að senda pakka
allt að 10 kg, á alla áfangastaði fyrir aðeins 700 kr.
Tilboðið gildir til 20. desember.
Akureyri 460 7060 Egilsstaðir 471 1210 Ísafjörður 456 3000 Reykjavík 570 3400 www.flugfelag.is | 570 3030
Allt að 10 kg á 700 kr.
til allra áfangastaða
Jólatilboð!
FRAKT
til og frá öllum áfangastöðum • fjöldi ferða daglega • hratt og örugglega • frysti- og kæligeymslur á helstu áfangastöðum
Greind og skoðanir
Ýmsar rannsóknir sálfræðinga benda
til þess að greind fari saman við minni
lífsánægju.Í gær var ég svo að skoða
gögn frá The Eurpean Social Survey, sem
í vikunni fékk hin virtu Descartes vísinda-
verðlaun. Þar má finna spurningar um
lífsánægju og hamingju auk þess sem
fólk er beðið að staðsetja sig á hægri/
vinstri skala. Þarna sá ég tækifæri til að
prófa óbeint eina af mína eftirlætis tilgát-
um og keyrði því fylgni greiningu á milli
lífsánægju og stjórnmálaskoðunar.Þá
kom í ljós að hægri menn eru að jafnaði
ögn hamingjusamari en vinstrimenn. Ef
greint fólk er almennt óhamingjusamara,
en hægri menn almennt hamingjusam-
ari, þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að
hægri menn séu að jafnaði ögn vitlausari
en vinstrimenn. Það er gleðilegt að hafa
empirískan stuðning við svo góða kenn-
ingu.
Kolbeinn Stefánsson á melmoth.blogs-
pot.com/
Draumurinn búinn
Árni Magnússon hefur verið á miklu
flugi undanfarna mánuði. Hann var
greinilega að styrkjast sem ráðherra og
stjórnmálamaður og nokkuð augljóst af
hverju Halldór valdi hann. Upp á síðkast-
ið hefur hann ekki síst verið að reyna að
gera sig gildandi sem jafnréttisráðherra.
Hann hefur skynjað það kall tímans að
setja bæri jafnréttismálin í forgrunn; að
þau ættu að vera samþætt öllu sem einn
ráðherra tekur sér fyrir hendur. Og var
bara að verða dálítið sannfærandi held
ég. Ekki síst af þvi honum hafði orðið á
í messunni í jafnréttismálum snemma
á sínum ferli. Það voru bæði mál Val-
gerðar Bjarnadóttur og mál Helgu Jóns-
dóttur. En, hann fékk sannarlega sína
hveitibrauðsdaga og þessi mál voru að
sökkva þegar Hæstiréttur kveður nú upp
sinn dóm. Og þar með var draumurinn
búinn.
Svanfríður Jónasdóttir á jafnadar-
menn.is/svanfridur
Sælla að gefa en að þiggja
Sagt er að hamingja fáist ekki keypt, fáist
ekki fyrir peninga. Þetta er vafalaust rétt
að mestu leyti. Í grein í The Wall Street
Journal í síðustu viku er sagt frá því að
þrátt fyrir að ríkidæmi hafi almennt auk-
ist síðustu áratugi sagðist jafn stór hluti
Bandaríkjamanna vera „mjög hamingju-
samur“ árið 2002 og 1972 eða 30,3%.
Hins vegar munu þeir sem eru í ríkasta
fimmtungi þjóðarinnar vera 50% líklegri
til að segjast „mjög hamingjusamir“ en
þeir sem tilheyra fátækasta fimmtungn-
um. En það er ekki aðeins hægt að öðl-
ast hamingju með því að safna fé því
þeir sem gefa fé eða vinnu til góðra mála
eru 40% líklegri en hinir til að segjast
mjög hamingjusamir. Sálfræðingar hafa
jafnvel kannað þetta með samanburð-
arrannsóknum; annar hópurinn gefur og
hinn þiggur. Gefendur bæta líðan sína,
bæði andlega og líkamlega, meira en
þiggjendur. Sælla er að gefa en þiggja.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
Ekkert jákvætt
Í þessu liggur einmitt helsti veikleiki
Bush-stjórnarinnar. Hann felst ekki ein-
ungis í því að hún leggur sérstaka rækt
við allt það versta í bandarískri utanrík-
isstefnu undanfarinnar aldar. Hann felst
ekki aðeins í því að ekki sé lengur hægt
að bjóða fólki allt með því að magna
upp Rússagrýluna. Fyrst og fremst felst
hann í því að þessi stjórnvöld hafa ekkert
jákvætt fram að færa, hvorki í heimalandi
sínu né á alþjóðavettvangi.Heima fyrir
virðist stjórnarstefnan ekki felast í öðru
en að skerða réttindi borgaranna, ýta
undir ójöfnuð og daðra við trúarofstæki.
Á alþjóðavettvangi er Bandaríkjastjórn
þrándur í götu hvers konar alþjóðasam-
starfs um umhverfisvernd, mannréttindi
og afvopnun.
Sverrir Jakobsson á murinn.is
NÝIR ÍSLENDINGAR
Það má segja að ég sé búin að
vera með framandi mat á heilan-
um síðan ég skrifaði bókina „Opið
hús - menning og matur á Íslandi
nútímans“ sem Edda útgáfa gaf
út á dögunum. Bókin inniheldur
viðtöl við nýja Íslendinga um
ástæsur þess að þeir ákváðu að
setjast hér að og uppskriftir af
réttum frá heimalöndum fleirra.
Ég hef verið dugleg við að prófa
réttina í bókinni en sögur fólks-
ins eru ekki síður girnilegar og
stela í raun senunni í þessari
bók sem þó er flokkuð sem mat-
reislubók.
RAUÐA HAFIÐ
Ferðalög almennt eru mér alltaf
ofarlega í huga þar sem ég rit-
stýri Flugstöðvarblaðinu, sem er
ferðatímarit sem dreift er frítt í
Leifsstöð.
Sjálf var ég að panta mér ferð í
Rauða hafið. Þetta er viku köfun-
arferð sem ég er að fara í ásamt
19 öðrum íslenskum köfurum.
Við munum búa um borð í báti og
ekkert fara í land í viku en planið
er að fara í 3 til 4 kafanir á dag.
Ég er farin að hlakka mikið til en
þetta verður í annað sinn sem ég
kem til Egyptalands en í síðustu
ferð flangað lenti ég í háskalegum
ævintýrum en ég á von á að þessi
ferð verði mun rólegri fló svo mik-
ill galsi sé í ferðafélögunum.
GAMLIR VINIR
Um jólaleytið fer maður ósjálfrátt
að hugsa til vina nær og fjær um
leið og maður tekur fram jóla-
kortalistann. Ég held mikið upp
á máltækið: „Góðir vinir eru eins
og stjörnurnar - þótt þú sjáir þær
ekki alltaf, þá veistu af þeim“. Það
besta við jól og áramót er, að mínu
mati, að maður lítur yfir farinn
veg og vegur og metur atburði
ársins og kemst alltaf að sömu nið-
urstöðu sem er að góðir vinir gefa
lífinu svo sannarlega gildi.
JÓLASKREYTINGAR
Sem íbúi í 101 hef ég haft mjög
gaman af því að spá í jólaskreyt-
ingunum í miðbænum. Ég hef t.d.
verið að velta fyrir mér hvers-
vegna borgarstarfsmenn þræða
jólaseríurnar ekki upp í topp
trjánna á Laugaveginum? Eru
starfsmenn borgarinnar of loft-
hræddir, seríurnar einfaldlega
of stuttar til að ná upp í topp eða
körfubílarnir ekki nógu háir? Það
er frekar undarlegt að sjá seríurn-
ar hanga í miðju trjánna og topp-
ana vera tóma en þetta er kannski
nýjasta nýtt í jólaskreytingum og
ég bara of gamaldags til að skilja
þetta. EFST Í HUGA
SNÆFRÍÐAR INGADÓTTUR,
RITSTJÓRA