Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 85
Fjórða hljóðversplata Sigur Rósar,
Takk, er í 27. sæti yfir plötur árs-
ins í hinu virta breska tónlistar-
tímariti Mojo. Platan I Am a Bird
Now með Antony and the John-
sons, sem hélt tvenna tónleika í
Fríkirkjunni um síðustu helgi, er
í efsta sæti.
Í tímaritinu er einnig viðtal
við Kjartan Sveinsson, hljóm-
borðsleikara Sigur Rósar, þar
sem hann er spurður um bestu
tónlistina sem hann hafi heyrt á
árinu. Nefnir hann hljómsveit-
ina Aminu sem hefur spilað með
Sigur Rós á tónleikaferðum þeirra
um heiminn.
„Þær selja vanalega fleiri
plötur en við á tónleikum. Þær
hafa talað um að gera eigin tón-
list mjög lengi en það var ekki
fyrr en á þessu ári sem þær náðu
að gera plötu saman (EP-platan
Animanima). Okkur finnst flott
hvernig þær spila á alls kyns
strengjahljóðfæri, vínglös, sagir
og fleiri hluti,“ segir Kjartan. „Við
viljum samt ekki að þær verði of
vinsælar því við þurfum á þeim að
halda á tónleikaferðunum okkur
því annars getum við ekki spilað
helminginn af lögunum okkar.“
Bætir Kjartan því við að Amina
sé að undirbúa hliðarverkefni
undir nafninu Theramina.
Sigur Rós komin í
27. sæti hjá Mojo
SIGUR RÓS Platan Takk er í 27. sæti yfir
bestu plötur ársins að mati Mojo.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Leikkonan Demi Moore hefur und-anfarið verið í upptökuveri í Los
Angeles að taka upp lagið Louie Louie
fyrir næstu mynd sína sem fjallar um
morðið á Robert F. Kennedy. „Hún er
frekar góður söngv-
ari og kom það
eiginlega öllum á
óvart,“ sagði
heimild-
armað-
ur.
Söngvarinn George Michael var afar þunglyndur nokkru áður en hann
hætti í hljómsveitinni Wham! á níunda
áratugnum. Hann segir að þungu fargi
hafi verið af sér létt þegar hann sagði
skilið við sveitina. „Þunglyndi mitt áður
en Wham! hætti var til staðar
vegna þess að ég var að
átta mig á því að ég
væri samkynhneigður
en ekki tvíkynhneigður.
Ég var orðinn gríðar-
vinsæll sem gagnkyn-
hneigður karlmaður
þegar ég
uppgötvaði
að ég var
samkyn-
hneigður,“
sagði
hann.
Söngkonan kyn-þokkafulla Shakira
hefur ráðið prófessor
í sögu til að kenna
sér sögu þeirra staða
sem hún ferðast
til sem söngkona.
Shakira er með
greindarvísitölu
upp á 140 og
talar spænsku,
portúgölsku og
ensku reiprenn-
andi. Hún hefur
einnig lært að búa
til höggmyndir en
nú er röðin komin
að sögunni.
Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, ákvað að náða ekki
glæpamanninn Stanley „Tookie“ Willi-
ams, þrátt fyrir mikinn þrýsting þess
efnis. „Tookie,“ hefur skrifað bækur þar
sem hann varar ungt fólk við því að
ganga í glæpaklíkur,
var tekinn af lífi með
banvænni sprautu
í gær. Leikarinn
Jamie Foxx og
rapparinn Snoop
Dogg voru á
meðal þeirra sem
óskuðu eftir því að
að „Tookie“ myndi
sleppa við
dauða-
dóm-
inn.
Þrátt fyrir óvissuna um framtíð
fríríkisins Kristjaníu í Kaup-
mannahöfn halda íbúarnir um
þessar mundir sinn árlega jóla-
markað í menningarmiðstöðinni
Gráa salnum.
Þetta er staðurinn fyrir þá sem
vilja gefa öðruvísi jólagjafir eða
bara skoða fjölbreytt handverk.
Enda er mikið úrval af heimagerð-
um varningi til sölu. Má til dæmis
finna alls kyns óhefðbundna
skartgripi, húfur, trefla, lampa og
púða í hinum fjölmörgu sölubás-
um markaðarins. Stemmningin er
nokkuð framandi því varningur-
inn er mjög litríkur, veitingarnar
sérstakar og einnig er leyfilegt að
prútta.
Jólamarkaðurinn nýtur mik-
illa vinsælda í Kaupmannahöfn og
því ansi þröngt á þingi um helgar.
Viðbúnaður lögreglu í Kristjaníu
hefur aukist töluvert síðastliðið ár
en óþarfi er að láta það fæla sig
frá. Enda er auðvelt að komast
á markaðinn án þess að ganga í
gegnum það svæði þar sem hass-
salarnir voru eitt sinn með bása
sína. Markaðurinn er opinn alla
daga til klukkan átta á kvöldin
fram til 20. desember. ks
Jól í Kristjaníu
JÓLASTUÐ Í GRÁA SALNUM Handverksfólk í Kristjaníu hefur á boðstólunum ýmsa óhefð-
bunda muni.
Miðasala á tónleika bresku rapp-
sveitarinnar Goldie Lookin Chain
sem verða 10. febrúar á Nasa hefst
á fimmtudag klukkan 10.00.
Goldie Lookin Chain eru vinsæl-
ir í Bretlandi um þessar mundir.
Má það rekja til grípandi laga,
beittra texta og mikilla rapphæfi-
leika þessara grínista og þjóðfé-
lagsrýna. Á meðal vinsælla laga
þeirra eru Guns Don´t Kill People,
Rappers Do og Your Missus is a
Nutter.
Tónleikarnir hérlendis eru
hluti af ferð þeirra um Bretland
og fjöldamörg Evrópulönd. Ísland
er fyrsti viðkomustaður þeirra
og því má búast við að þeir verði
einstaklega ferskir og í miklu
stuði. Átta manns eru í sveitinni
og mikil spenna er í hópnum fyrir
Íslandsheimsókninni, enda hefur
þá í nokkurn tíma langað að koma
hingað.
Miðasalan fer fram í verslun-
um Skífunnar í Reykjavík, BT
á Akureyri og Selfossi, á Event.
is og á Midi.is. Miðaverð er 3700
krónur auk miðagjalds. Aðeins
550 miðar eru í boði.
Miðasala á GLC að hefjast
GOLDIE LOOKIN CHAIN Rappsveitin vinsæla
heldur tónleika á Nasa í febrúar á næsta
ári.
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
16.900 kr.
MOTOROLA V360v
SÍMI
KRISTINN BJÖRNSSON OLÍUKÓNGUR
Úthrópaður á
eigin húsvegg
DV2x10 13.12.2005 19:32 Page 1