Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 94
14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR58
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HRÓSIÐ
...fá Hjalti Úrsus og Steingrímur
Þórðarson en þeir eru með heim-
ildarmynd í bígerð um ævi hins
þekkta aflraunamanns Jóns Páls
Sigmarssonar.
Alveg skelfilegt
Já, ég fékk nú einhvern tíma
kartöflu í skóinn og ég man
að það var alveg skelfilegt!
Ég man ekkert hvað það var
sem ég gerði til þess að eiga
kartöfluna skilið en það að fá
hana fór beint inn í lang-
tímaminnið. Það er sjokkið
sem situr eftir og ég held að
þetta sé heljarmikið sjokk
fyrir barnssálina þó svo að við
hinir fullorðnu getum hlegið
að þessu.
Pétur Einarsson leikari.
Var svo góð stelpa
Ekki svo ég muni. Ég held ég
hafi bara verið svona rosalega
góð stelpa, allavega á meðan
ég fékk í skóinn. En ég vissi
alltaf af þessum möguleika
að ef maður hagaði sér ekki
vel gæti einhver laumað ljótri
kartöflu í skóinn en ég bara
man ekki eftir að hafa orðið
fyrir þeim óskunda.
Sessý söngkona.
Aldrei fengið í skóinn
Nei, ég hef aldrei fengið kart-
öflu í skóinn því ég hef aldrei
fengið í skóinn. Þessi siður
tíðkaðist ekki á mínu heimili
og ég hef því aldrei upplifað
þá angist að finna kartöflu í
skónum sínum. Ég man að ég
öfundaði nú stundum þá sem
fengu í skóinn en það voru
alls ekkert allir. Ég held ég hafi
ekki hlotið neinn meirihátt-
ar skaða af því að fá ekki í
skóinn.
Sif Gunnarsdóttir, verkefnis-
stjóri viðburða hjá höfuðborg-
arstofu.
ÞRÍR SPURÐIR JÓLASVEINARNIR ERU KOMNIR Á KREIK OG ÞVÍ BETRA AÐ HAGA SÉR VEL
Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?
Næsta ár virðist ekki ætla að gefa
síðasta ári neitt eftir hvað frægt
fólk varðar. Quentin Tarantino
mun sem kunnugt er dveljast hér
fram yfir áramótin og með honum
í för verður þokkagyðjan Vanessa
Ferlito. Þó að nafnið hljómi
kannski ekki kunnuglega þá er
hún rísandi stjarna í kvikmynda-
heiminum. Leikkonan hefur verið
í föstu hlutverki hjá CSI:New York
og hefur auk þess leikið í myndum
á borð við 25th Hour og Spider-
man 2. Þá mun rapparinn RZA
einnig vera hluti af föruneytinu en
hann er einhver allra áhrifamesti
tónlistamaðurinn í hipphopp heim-
inum. Góðvinir á borð við Samuel
L. Jackson og Michael Madsen eru
því miður ekki líklegir til að fylgja
með og missa þeir því af sprengju-
óðum Íslendingum sem gæti orðið
næsta markaðsvaran fyrir ferða-
mannaiðnaðinn.
Föruneyti Tarantinos verður
þó líklega ekki það eina sem sækir
landann heim í kringum jólin. Á
annan í jólum verður kvikmynd
Baltasars Kormáks, A Little Trip
To Heaven, frumsýnd og verður
mjög líklega haldin alvöru gala-
sýning í Smárabíó af því tilefni.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er Sigurjón Sighvatsson,
annar framleiðandi myndarinn-
ar, að vinna að því hörðum hönd-
um að fá að minnsta kosti tvær
stjörnur úr leikarahópnum en
meðal þeirra sem koma til greina
eru Julia Stiles, Forest Whitaker,
Peter Coyote og Jeremy Renner.
Í febrúar gæti svo dregið til
tíðinda aftur þegar kvikmyndin
The World‘s Fastest Indian verð-
ur frumsýnd hér á landi. Mynd-
in hefur fengið mjög góða dóma
erlendis og eru markaðsmenn-
irnir á fullu við kynna hana fyrir
óskarinn en það styttist óðum í að
tilnefningarnar verði tilkynntar.
Henni er leikstýrt af Roger Don-
aldsson og leikur sjálfur Anthony
Hopkins aðalhlutverkið. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
er nú róið að þeim öllum árum að
fá leikarann hingað til lands og
vera viðstaddan frumsýningu en
ljóst er að um gríðarlegan feng
væri að ræða ef af yrði.
freyrgigja@frettabladid.is
Skærar stjörnur á landinu í ár
TARANTINO OG VANESSA Leikkonan unga
Vanessa og leikstjórinn Tarantino sjást hér
saman á tískusýningu sem haldin var fyrr á
árinu. Hún hefur hægt og bítandi verið að
vinna sig upp í kvikmyndaheiminum.
FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
LÁRÉTT
2 jurt 6 skammstöfun 8 umfram 9
knæpa 11 leita að 12 kryddjurt 14 gjálfra
16 skóli 17 kjökur 18 tímabil 20 klukkan
21 tangi.
LÓÐRÉTT
1 viðartegund 3 guð 4 brá 5 skjön 7
formlaus hrúga 10 tunnu 13 skammstöf-
un 15 óskipt 16 með öðrum orðum 19
tveir eins.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 gras, 6 eh, 8 auk, 9 krá, 11 gá,
12 kúmen, 14 gutla, 16 ma, 17 vol, 18 öld,
20 kl, 21 oddi.
LÓÐRÉTT: 1 tekk, 3 ra, 4 augnlok, 5 ská, 7
hrúgald, 10 ámu, 13 etv, 15 allt, 16 möo,
19 dd.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Tilnefningar til Golden Globe-verð-launanna voru tilkynntar í gær. Því
miður er enginn Íslendingur á meðal
hugsanlegra verðlaunahafa en þar með
er ekki sagt að við eigum ekki okkar hlut
á hátíðinni. Kvikmynd byggð á handriti
Richard Curtis, The Girl in the Café, er
tilnefnd til tveggja verðlauna en aðal-
leikararnir Bill Nighy og Kelly Macdonald
eru hvort um sig tilnefnd. Myndin gerist
á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja
heims í Reykjavík en mikið fát kom á
handritshöfundinn þegar uppgötvaðist
að hann hafði sett alþjóðaflugvöllinn í
Reykjavík í stað Keflavíkur. Hún
var síðan framlag Curtis
til Live8-tónleikanna
sem ætlað var að
þrýsta á iðnríkin til að
fella niður skuldir
ríkja þriðja heims-
ins, en það mál-
efni var einnig
fyrirferðarmikið
í kvikmyndinni
sjálfri.
Í dag verður sýning í Héðinsporti á
Seljavegi 2 milli klukkan fimm og
sjö á nýrri íslenskri hönnun sem
gengur undir nafninu Kind. Um er
að ræða kvenfatnað og fylgihluti
úr íslensku loðskinni sem eiga
að gera konum kleift að klæða af
sér íslenska veðráttu með glæsi-
legum hætti. „Þetta er ekki beint
tískusýning heldur viljum við fá
skemmtilegt fólk til að koma og
skoða föt í góðri jólastemningu,“
segir María Ólafsdóttir en hún
hannar fötin ásamt Sunnevu Vig-
fúsdóttur.
Þær stöllu hafa nú þegar feng-
ið góð viðbrögð við hönnuninni
og viðurkennir María að sumt
af því sem verður til sýnis í dag
hafi þegar verið selt. „Við erum
aðallega með mokkajakka og
mokkakápur sem við hönnum úr
íslensku hráefni,“ útskýrir hún
en efnið er sent til Kína þar sem
það er saumað. Vörurnar komu til
landsins á föstudaginn og María
hafði því í nógu að snúast þegar
Fréttablaðið náði tali af henni.
„Við höfum verið að þróa sérstakt
munstur sem við fundum í bókum
hjá Þjóðminjasafninu og hand-
málum á jakkana,“ segir María en
ennfremur er notað fiskiroð sem
þær brydda með auk refaskinns
í áhneppalega kraga. „Við viljum
gera línuna sérstaka þannig að
hún varðveiti hinn íslenska arf,“
segir hún. „Þetta eru þó ekki ein-
hverjir víkingajakkar heldur eru
þeir mjög veraldarvanir samfara
því að vera þjóðlegir,“ útskýrir
hún.
María segist ekki óttast dýra-
verndunarsinna en úti í hinum
stóra heimi eru þeir iðulega mættir
til að mótmæla notkun dýraskinns
í föt. „Ég held að við hugsum öðru-
vísi hér á landi. Kindinni er líka
slátrað til matar þannig að það
hlýtur að vera í lagi að nýta skinn-
ið,“ segir hún og hlær. Spurð hvort
þetta væru ekki dýrar flíkur sagði
hún að mokkajakkar og kápur
kostuðu alltaf einhvern skilding.
Þær reyni þó að halda verðinu sem
mest niðri. „Íslenskir textíl-og
skinnhönnuðir mættu líka fara að
mæta meiri skilningi hjá íslensk-
um stjórnvöldum,“ segir María.
freyrgigja@frettabladid.is
KIND: NÝ ÍSLENSK HÖNNUN LÍTUR DAGSINS LJÓS:
Eru hvergi smeykar við
dýraverndunarsinna
MARÍA OG SUNNEVA Þær stöllur standa fyrir sýningu á nýrri íslenskri hönnun sem gengur undir nafninu Kind. Vörurnar eru hannaðar úr
íslensku hráefni en saumaðar í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ / E.ÓL
OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14
STÓR HUMAR
RISARÆKJUR
HÖRPUSKEL
TUNFISKUR
SALTSÍLD
KRYDDSÍLD
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
Árlegir jólatónleikar verða á Nasa við Austurvöll miðvikudaginn 21.
desember. Að venju eru það rokk-
hundarnir á X-inu 97,7 sem standa
fyrir þessum sérstæðu tónleikum en
fjöldi tónlistarmanna mun troða upp
og spila jólalög, hver með sínu nefi
en meðal þeirra sem koma fram eru
Hjálmar, Dr. Spock, Rass, Sign og Brain
Police. Allur ágóði af miðasölunni
rennur til Foreldrahúss „sem hugsar um
mikilvægari hluti en gengi hlutabréfa og
sterkt gengi krónunnar,“ svo vitnað sé
beint í fréttatilkynningu útvarpsstöðv-
arinnar en miðaverð er 977 krónur þó
mönnum sé frjálst að borga meira. Þá
má einnig finna smá pillu á Pál Magn-
ússon, útvarpsstjóra RÚV, sem nýverið
sagði Rás 2 vera einu útvarpsstöðina
sem sinnti íslenskri rokktónlist. Segir
í fréttatilkynningunni að áhugi hans á
jaðartónlist hafi vakið athygli tónlistar-
áhugamanna út fyrir landsteinana.