Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 96

Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 7 6 9 VINSÆLASTI HÖFUNDUR Í HEIMI DAN BROWN NÝ BÓK Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU EFTIR MEISTARA SPENNUSÖGUNNAR - The Washington Post SVONA Á AÐ SKRIFA SPENNUSÖGUR. ÞESSA BÓK LEGGURÐU EKKI FRÁ ÞÉR FYRR EN AÐ LESTRI LOKNUM“ YFIR10.000 EINTÖKSELD YFIR 25.000 EINTÖK SELD NÝ MYNDSK REYTT ÚTGÁFA „ - Örlygur Steinn Sigurjónsson, Morgunblaðið SÖGUHEIMURINN ER Í EINU ORÐI SAGT STÓRKOSTLEGUR ... BLEKKINGALEIKUR HÖRKUSPENNANDI SAGA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA SEM MAÐUR GETUR EKKI LÁTIÐ FRÁ SÉR ... ÞETTA ER BÓK SEM MAÐUR GERSAMLEGA GLEYPIR Í SIG. ÞAÐ ER Á HREINU.“ „ S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R 1 9 7 0 - 2 0 0 5 Stórkostleg safnplata í næstu verslun 3CD GERÐAR KRISTNÝJAR BAKÞANKAR Fyrir jólin skrifa pistlahöfund-ar gjarnan um neysluorgí- una sem þeim þykir kaupmenn efna til á þessum árstíma. Þeim finnst boðskapur jólanna drukkna í kaupgleðinni, allir fá eintómt drasl í jólagjöf og sitja uppi með himinháar skuldir. Þetta ár er engin undantekning og alltaf undrast ég jafnmikið að þeir sem þarna er lýst hafi aldrei orðið á vegi mínum. Vinir mínir gefa aðeins gjafir sem þeir hafa efni á og líta á það sem mikinn munað að geta glatt aðra á þennan hátt. Þetta er líka eini tími ársins sem við leggjum áherslu á að kaupa gjafir handa öðrum en sjálfum okkur. Auðvitað fá flestir gjaf- ir á móti en þar sem við getum aldrei verið viss um að þær verði nákvæmlega það sem okkur lang- ar í er það gleðin sem hlýst af því að gefa sem ræður gerðum okkar. KANNSKI er tilgangur pistlanna sá að sýna að höfundurinn sé yfir svona veraldlegt vafstur hafinn. Hann ætli nú ekki að láta dreifa ösku sinni yfir teppið í Kúnígúnd í von um að geta haldið áfram að fylgjast með nýjasta jólaóróan- um frá Georg Jensen eftir andlát sitt. Kannski er þetta leið til að minna á þá sem ekki hafa efni á að kaupa gjafir. Enginn þarf að segja mér neitt um það. Ég bý í næsta nágrenni við Mæðrastyrks- nefnd og biðröðin fer ekki fram hjá mér. AUÐVITAÐ er alltaf ástæða til að sýna hófsemi. Því mætti allt eins reka upp sama aðhalds- kveinið á sumrin þegar fúlgum er eytt í tjaldvagna og sumarhús með spanplötum. Síðan mætti líka ráðleggja fólki frá því að eyða of miklu í afmælisgjafir. Sums stað- ar hefur myndast sú hefð að börn bjóði öllum bekknum í veisluna og það getur verið dýrt fyrir barn- marga foreldra. EKKI fyrr eru jólin gengin í garð en fjölmiðlar hætta að reikna út kostnaðinn við gjafmildina og segja frá messum þar sem fólk verður að sitja undir öðrum, slík eru þrengslin. Og við erum alveg til í að sitja undir meðbræðrum okkar. Við erum nefnilega ekki vont fólk. Það eru heldur ekki bara fyrirtækjaforkólfar sem gefa fátækum ávísanir og hangi- kjötslæri, heldur líka venjulegt fólk sem hefur ekki meira á milli handanna en aðrir. Því finnst bara gaman að gleðja aðra og það er meðal annars það sem jólin ganga út á. ■ Góð og gjafmild þjóð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.