Fréttablaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 6
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
24.900 kr.
MOTOROLA V3 RAZR
SÍMI
6 19. desember 2005 MÁNUDAGUR
SKIPULAGSMÁL Álftnesingar í Sam-
tökum um betri byggð ganga um
þessar mundir milli húsa og safna
undirskriftum gegn nýju miðbæjar-
skipulagi þar í bæ.
Berglind Libungan, einn af for-
svarsmönnum samtakanna, segir
350 kosningabæra menn hafa skrif-
að undir. „Svo hef ég fengið um
hundrað athugasemdir frá fólki sem
við munum svo skila inn en frestur
til þess rennur út á Þorláksmessu,“
segir Berglind.
Það sem mest brennur á mót-
mælendum, að sögn Berglindar, er
það hversu þéttbyggður miðbærinn
á að vera. Aðeins ein gata á að vera
þar í gegn og telja mótmælendur að
mikil slysahætta skapist við slíkar
aðstæður.
Í byrjun þessa mánaðar stóðu
samtökin fyrir opnu húsi þar sem
skipulagsmálin voru rædd. „Það
voru um tvö hundruð manns sem
mættu. Það er alveg ljóst að það er
hiti í fólki vegna þessa,“ segir hún.
Guðmundur G. Gunnarsson bæj-
arstjóri harmar það hversu harðar
deilurnar séu orðnar. Hann hefur
svarað gagnrýni samtakanna á
þann veg að betra sé að hafa þéttan
miðbæjarkjarna svo ekki þurfi að
byggja þar sem fuglalíf og náttúru-
fegurð ríkja og að miðbærinn verði
íbúavænn fremur en bílvænn og því
dugi einn vegur. - jse
Miðbæjarskipulagi á Álftanesi mótmælt af Samtökum um betri byggð:
Undirskriftalistum safnað
SKIPULAGSDEILUR Á ÁLFTANESI Skilti frá Samtökum um betri byggð var tekið niður fyrir
skemmstu en er nú komið upp aftur. Það er aðeins einn anginn af þeirri deilu sem nú er
komin upp í sveitarfélaginu.
Skilorðið afnumið Hæstiréttur hefur
dæmt þrítugan mann í sjö mánaða
fangelsi fyrir að taka við þremur fartölv-
um hjá bróður sínum, en sá hafði stolið
þeim úr verslun. Dómurinn sagði að
þegar litið væri til brotaferils mannsins,
sem á sér rúmlega tíu ára sögu, væri
ekki hægt að skilorðsbinda dóminn.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður
skilorðsbundið fimm mánuði refsing-
arinnar.
HÆSTIRÉTTUR
FUGLAFLENSAN Norrænu heilbrigð-
isráðherrarnir hafa ákveðið að
fresta ákvörðun um sameiginlega
verksmiðju til framleiðslu á bólu-
efni gegn fuglaflensunni fram í
mars á næsta ári og leyfa Svíum og
Dönum að útfæra hugmyndir sínar
á meðan. Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra segir að samstaða
sé samt um sameiginlega norræna
lausn.
Heilbrigðisráðherrarnir hitt-
ust á fundi í Kaupmannahöfn til
að fjalla um skýrslu vinnuhóps
um norræna bóluefnaverksmiðju.
Búist var við átökum á fundinum
vegna yfirlýsingar sænska heil-
brigðisráðherrann um að Svíar
hygðust reisa verksmiðju í Sví-
þjóð í samvinnu við alþjóðlegt
lyfjafyrirtæki. Fram að því hafði
verið miðað við að verksmiðjan
yrði reist í Danmörku. Ekki urðu
þó jafnmiklar deilur og búist hafði
verið við enda mætti sænski heil-
brigðisráðherrann ekki á fundinn.
Niðurstöður Dana og Svía verða
lagðar fyrir matsnefnd, sem allar
þjóðirnar eiga fulltrúa í. Mats-
nefndin leggur síðan tillögu sína
fyrir ráðherrafund sem haldinn
verður í síðasta lagi í mars. Þá
verður tekin ákvörðun um hvort
verksmiðjan verði reist í Dan-
mörku eða Svíþjóð. Í báðum tilfell-
um er um hálfopinberar lausnir
að ræða en í Danmörku yrði verk-
smiðjan undir regnhlíf dönsku
sóttvarnastofnunarinnar.
Ágreiningur Dana og Svía
snýst fyrst og fremst um staðsetn-
ingu, báðar þjóðir vilja að verk-
smiðjan verði reist í landi þeirra. Í
sænskum fjölmiðlum hefur komið
greinilega fram síðustu daga að
Svíar finni fyrir ótta heima fyrir
um að vera neitað um bóluefni ef
skortur verði á því. Þeir telji því
öruggast að hafa verksmiðjuna
í Svíþjóð þar sem þeir geti haft
stjórn á henni.
„Ég hefði helst viljað ganga frá
þessu núna en það er samt mikils
virði að það er samstaða um að
leita samráða annarra til lausnar.
Ég lagði áherslu á að það þyrfti að
flýta málinu eins og hægt er til að
komast að niðurstöðu um hvaða
leið verður fyrir valinu,“ sagði Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
eftir fundinn.
Hann kvaðst undrandi á því
að Svíar skyldu koma með tillögu
tveimur dögum fyrir ráðherra-
fundinn. Sænsku blöðin sögðu
í gær að Svíar hefðu stuðning
Íslendinga og Finna en þar segir
Jón að Svíarnir hafi hlaupið á sig.
Íslendingar séu fylgjandi dönsku
leiðinni. ghs@frettabladid.is
Íslendingar vilja verk-
smiðju í Danmörku
Svíar og Danir deila um hvort norræn verksmiðja til framleiðslu á bóluefni
gegn fuglaflensu skuli rísa í Svíþjóð eða Danmörku. Tekin verður ákvörðun í
mars. Heilbrigðisráðherra segist fylgjandi því að reisa verksmiðju í Danmörku.
FUGLAFLENSAN Enn er samstaða meðal Norðurlandanna um að reisa sameiginlega
verksmiðju þótt Danir og Svíar takist á um staðsetninguna og ákvörðun tefjist af þeim
sökum. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERSVEFTÍMARIT Nýtt veftímarit
íslenskra stjórnmála- og stjórn-
sýslufræðinga var opnað á slóð-
inni stjornmalogstjornsysla.is á
fimmtudag. Vefritinu er ætlað
að auka fræðilega umfjöllun um
stjórnmál og stjórnsýslu og mun
gegna fjölþættu hlutverki fyrir
íslenska stjórnmálafræði.
Á vefnum, sem er öllum opinn,
er meðal annars ritrýndur hluti
sem gegnir hlutverki fræðitímarits
í stjórnmála- og stjórnsýslufræð-
um en slíkt rit hefur ekki verið til
staðar hingað til. - sh
Veftímarit um stjórnmál:
Nýtt fræðirit á
vefnum
TOLLSKOÐUN Ekki er gert ráð
fyrir tolla- og vegabréfaeftirliti
á flugvellinum á Egilsstöðum og
höfninni á Seyðisfirði. Reglulega
lenda flugvélar í millilandaflugi
á Egilsstöðum og Norræna siglir
vikulega til Seyðisfjarðar.
„Það er akkúrat engin
aðstaða,“ segir Ástríður Sól-
rún Grímsdóttir, sýslumaður á
Seyðisfirði, um aðbúnað tolla- og
vegabréfaeftirlits á Austurlandi.
Ástríður tók við starfi um miðj-
an október og með hennar fyrstu
verkum var að þarfagreina skip-
an mála en við það naut hún
aðstoðar sýslumannsins á Kefla-
víkurflugvelli.
Engin tæki eru til að grann-
skoða vegabréf og þarf starfs-
fólk því að gera það með berum
augum í kjöltu sér. Þurfi að toll-
skoða húsbíla sem koma með Nor-
rænu þarf að gera það úti undir
berum himni innan um farþega.
Þurfi að taka fólk til líkamsleitar
á Egilsstaðaflugvelli er það gert
á kaffistofu starfsfólks.
Sem dæmi um skipan mála á
Egilsstaðaflugvelli má nefna að
farangur fer í gegnum vopnaleit-
arvél áður en farþegar innrita
sig til flugs. „Farþegar taka svo
við farangrinum aftur og innrita
sig og þá er vopnaleitin ónýt því
fólk getur tekið úr töskunni, til
dæmis hnífa, og sett í handfar-
angur án þess að nokkur fylgist
með því. Vopnaleitin er því falskt
öryggi,“ segir Ástríður. Vikulegt
flug er milli Egilsstaða og Kaup-
mannahafnar og í febrúar hefst
vikulegt flug frá Póllandi.
„Ég get ekki uppfyllt skyld-
ur mínar sem skyldi við þessar
aðstæður,“ segir Ástríður, sem
bíður þess að fá fund með fjár-
málaráðherra til að ræða málin.
Tollamál heyra undir fjármála-
ráðherra. Hún segir það kosta
nokkra tugi milljóna að færa
ástandið í viðunandi horf og er
vongóð um að úr rætist.
- bþs
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði segir enga aðstöðu til tolleftirlits á Austurlandi:
Líkamsleit gerð á kaffistofu starfsmanna
Auknar samgöngur við Líbanon
Samningar náðust hinn 13. desember
um flugumferð milli Íslands og Líbanon.
Flugmálayfirvöld í Beirút auk flugfé-
lagsins Middle Eastern Airlines hafa að
sögn mikinn áhuga á aukinni umferð
landanna á milli. Formaður samninga-
nefndar Líbanon hét Íslendingum allri
þeirri aðstoð sem unnt væri að veita
til þess að þeir gætu á grundvelli
samningsins nýtt sér viðskiptatækifæri í
heimshlutanum.
FLUGSAMGÖNGUR
FRÁ SEYÐISFIRÐI Þurfi að tollskoða húsbíla
er það gert úti undir berum himni og innan
um farþega.
KJÖRKASSINN
Mun friður komast á í Írak
nú eftir að búið er að kjósa til
þings?
já 13,3
nei 86,7
SPURNING DAGSINS Í DAG
Mun ríkisstjórnin lækka
landbúnaðarstyrki?
Farðu inn á visir.is til að greiða atkvæði
GJÖF Segulmottur með geðorðun-
um tíu munu berast inn á öll heim-
ili í Reykjavík á næstu dögum.
Geðorðin eru einföld ráð sem
ætlað er minna á ábyrgð hvers
og eins á sjálfum sér og gagnvart
samfélaginu.
Forvarnarnefnd Reykjavíkur
og Velferðarsvið standa að send-
ingunni og vona að segullinn endi
á ísskápshurðum allra heimila.
Einhverjir kunna að fá geðorð-
in á ensku og vilji þeir fá íslensku
útgáfuna er þeim bent á að hringja
í síma 411-9000. - sh
Reykjavíkurborg gefur segla:
Geðorðin tíu á
ísskápshurðir
Hundrað þúsund í nístingskulda
Meira en 100.000 manns í borginni Kyzil
í Síberíu voru án hitaveitu á sunnudag,
en þá var 37 gráðu frost á svæðinu.
Skammhlaup í rafkerfi hitaveitunnar um
hádegi að staðartíma orsakaði bilunina
sem vonast var til að hægt væri að laga
fyrir nóttina.
RÚSSLAND
ÍRAK, AP Susanne Osthoff, þýska
konan sem var tekin í gíslingu í
Írak, hefur verið látin laus að því
er þýsku utanríkisráðherrann
greindi frá í gærkvöld.
„Það gleður mig að geta tilkynnt
að Susanne Osthoff er ekki lengur
í höndum mannræningja,“ sagði
ráðherrann, Frank-Walter Stein-
meier, á blaðamannafundi í Berlín.
Að hans sögn virtist Osthoff vera
við góða heilsu, en hún hafði verið
í höndum mannræningja síðan 25.
nóvember er henni var rænt ásamt
íröskum bílstjóra sínum. Mann-
ræningjarnir höfðu hótað að taka
gíslana af lífi slitu þýsk stjórnvöld
ekki öll tengsl við Íraksstjórn.
Þýski gíslinn í Írak:
Osthoff látin
laus heil á húfi
SUSANNE OSTHOFF Var rænt í Írak 25.
nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP