Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 19.12.2005, Qupperneq 67
MÁNUDAGUR 19. desember 2005 39 Nú alveg nýverið efndi Árni Magnússon félagsmálaráðherra til ráðstefnu karla um jafnrétti kynj- anna. Þegar dagskrá hennar var skoðuð sýndist mér að þarna yrði um dæmigerða formúluráðstefnu að ræða, sem skal skýrt nánar. Í fyrsta lagi er fundið athyglis- vert efni til að ræða. Þá eru fengn- ir frummælendur til að flytja inn- gangsræður og skulu þeir vera fjórir til fimm talsins auk frum- kvöðuls fundarins að viðbættum verndara verkefnisins. Næst er eftir að finna til fundargesti, hæfi- lega stóran hóp til þess að fund- arsalurinn taki sig vel út í mynd. Þess er gætt að frummælendur svo og fundargestir hafi jákvæða sýn á fundarefnið svo ekki komi upp órói á fundinum. Að lokum er fundinn glæsilegur staður og fjöl- miðlar boðaðir á fundinn. Þá var komið að mér og félög- um mínum. Inn á Hreyfil kom ung og þekkileg stúlka. Erindi hennar var að fá að ræða við einhvern málhressan bílstjóra. Fíflinu skal á foraðið etja, svo félagar mínir báðu stúlkuna að doka við og boð- uðu undirritaðan á staðinn. Fjöl- miðlaglaður sem ég er, mætti ég á tæplega tveimur hjólum á planið í Fellsmúla og inn. Stúlkan kynnti sig og tók að ræða jafnréttismál, kynnti laus- lega fyrirhugaðan fund og frum- mælendur og nefndi loks sem einhverskonar skrautfjöður að þar yrði eina konan Vigdís Finn- bogadóttur fyrrverandi forseti. Ég nefndi þá að mér þætti hún með eindæmum leiðinleg auk þess að ég skildi ekki hvernig það hefði átt sér stað að hún var gerð að sérstökum verndara íslenskr- ar tungu, manneskja sem ekki kæmi frá sér setningu án þess að skreyta hana hik og tafs e, i, u eða a hljóðum. Stúlkunni þótti nóg um og snéri talinu að öðru, hvort við á þessum vinnustað ræddum jafnréttismál, jú ekki neitaði ég því og full- yrti að við værum almennt mjög jákvæðir í þeim efnum. Varðandi breytingar í jafnréttisátt sagði ég stúlkunni að fyrir um fimmtíu árum hefði ég unnið á vinnustað hvar við vorum 20 karlmenn og þar af um 15 í hjónabandi, allir með börn á heimili. Allar nema ein eiginkonan voru heimavinn- andi en um hina einu sögðu hinar, hún er nú svo fégráðug að hún er að vinna frá barninu. Barn- ið var 9 ára drengur og heimilið var í tveggja íbúða húsi þar sem foreldar hans bjuggu í annarri íbúðinni en afi og amma í hinni og amman heima alla tíma og alla daga. Ég bætti svo því við að ég hefði verið að læra og á lærlings- kaupi en samt sem áður var eigin- kona mín heima yfir barni okkar. Auk þess hefði þá verið hægt að lifa þokkalega á lærlingskaupinu án þess að eiginkonan væri að vinna úti. Mér sýndist að það jafn- rétti að konurnar væru nú farnar að vinna utan heimilisins hefði leitt almennt til lægri launa. Sem svar við því hvort mig hefði ekki langað til þess að vera heima og sinna barninu sagði ég að engan áhuga hefði ég á því að þrífa skít og hland. Blessuð stúlkan tók þessu öllu afar vel, var reyndar furðu jákvæð, fékk hjá mér símanúmer og sagðist við tækifæri boða mig á jafnréttisráðstefnu karla. Nokkru síðar var ráðstefnan haldin, verndarinn hefur eflaust tafsað og tuðað, Árni flutt vand- aða og slétta og fellda tölu, fram- sögumenn talað vel og lengi og almennir fundarmenn klappað og fagnað og þá fengið svona kortér eða hálftíma til að ræða og kryfja málin og þá búið. Fundi lokið án nokkurrar niðurstöðu en gestir gengu í kaffi og kruðerí. Mér er hinsvegar óskiljanlegt hversvegna stúlkan elskulega hringdi ekki og bauð mér líka í partíið. Er eitthvað í ofanrituðu sem skýrir það? Höfundur er leigubílstjóri. Formúluráðstefna Árna Magnússonar UMRÆÐAN JAFNRÉTTI KRISTINN SNÆLAND Stúlkan kynnti sig og tók að ræða jafnréttismál, kynnti lauslega fyrirhugaðan fund og frummælendur og nefndi loks sem einhverskonar skrautfjöður að þar yrði eina konan Vigdís Finnbogadóttur fyrrverandi for- seti. Ég nefndi þá að mér þætti hún með eindæmum leiðinleg...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.