Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 86

Fréttablaðið - 19.12.2005, Síða 86
 19. desember 2005 MÁNUDAGUR58 FÓTBOLTI Sao Paulo varð í gær heimsmeistari félagsliða þegar liðið lagði Evrópumeistara Liver- pool að velli með einu marki gegn engu. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Mineiro skoraði sigurmark leiksins á 27. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir vörn Liverpool, en Sami Hyypiä gerði sig þá sekan um slæm mistök þegar hann ætlaði að skilja Min- eiro eftir rangstæðan. Eftir markið sótti Liverpool án afláts en tókst ekki að skora þrátt fyrir fjölda marktækifæra. Varnarleikur Sao Paulo var hins vegar sterkur og áttu leikmenn Liverpool, þá sérstaklega Fernando Morientes, erfitt með slíta sig lausa frá varnarmönnunum. Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var að vonum óánægður í leikslok, en mínútu þögn var fyrir leikinn vegna frá- falls föðurs Benitez fyrr í vikunni. „Ég er stoltur af leikmönnum mínum. Þeir reyndu allt til þess að vinna leikinn en það eina sem vantaði upp á var að koma boltan- um í netið. Sao Paulo er erfitt lið að leika gegn og það var slæmt að lenda undir snemma leiks. Leik- menn mínir brugðust vel við og gerðu allt sem þeir gátu til þessa að vinna leikinn, en það var því miður ekki nóg.“ Rogerio Ceni, markvörður Sao Paulo, varði oft á tíðum frábær- lega í markinu og hélt liði sínu á floti í síðari hálfleik, en hann er þekktastur fyrir að skora mörk úr vítum og aukspyrnum fyrir lið sitt. „Mér fannst við eiga þetta skil- ið og það kom aldrei til greina að tapa leiknum eftir að við komumst yfir. Liverpool sótti mikið en okkur tókst að vinna leikinn. Ég tileinka þennan sigur stuðningsmönnum okkar, sem voru frábærir í þessari keppni,“ sagði Ceni að leik loknum við breska ríkisútvarpið. Liverpool gekk illa að nýta sér fjölmargar hornspyrnur í leiknum, en Liverpool fékk sautján horn- spyrnur í leiknum á móti engri hjá Sao Paulo. Nokkrir leikmanna Sao Paulo er eftirsóttir hjá stórliðum í Evrópu og má þar helsta nefna bakvörðinn Cicinho, sem Manchester United hefur reynt að fá til liðs við sig, en útlit er fyrir að hann fari til Real Madrid að tímabilinu loknu. magnush@frettabladid.is Sao Paulo varð heims- meistari félagsliða í gær Brasilíska knattspyrnufélagið Sao Paulo varð í gær heimsmeistari félagsliða þegar liðið lagði Liverpool að velli í úrslitaleik keppninar í Japan. FÓTBOLTI Besti knattspyrnumaður heims, Ronaldinho, myndi ekki hafa neitt á móti því að fá Thierry Henry og Frank Lampard til liðs við sig hjá Barcelona, sem hefur verið orðað við báða leikmenn- ina. „Allir hjá Barcelona vilja að Thierry og Frank komi til okkar. Ég yrði mjög ánægður ef þessir tveir leikmenn skrifuðu undir hjá Barcelona. Henry er stórkostleg- ur leikmaður og hefur fullkomna tækni. Ég virði hann mikið sem persónu og knattspyrnumann. Hann minnir mig á sjálfan mig.“ Henry hefur verið orðaður sterklega við Katalóníurisaveldið og bendir margt til þess að liðið muni gera Arsenal tilboð í hann næsta sumar. Lampard er einnig á óskalista Barcelona, sem mætir ein- mitt Chelsea í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það væri frábært ef klúbburinn næði að krækja í Frank,“ segir Ronaldinho. Henry hefur sjálfur gefið til kynna að hann vilji reyna fyrir sér á Spáni og hefur ekki skrifað undir framlengingu á samningi sínum, sem rennur út eftir átján mánuði. Lampard hefur lýst yfir ánægju sinni hjá Chelsea en risatilboð frá einu besta liði heims gæti verið of freistandi til að sleppa fyrir Eng- lendinginn. - hþh Sterkir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni orðaðir við Barcelona: Ronaldinho vill Lampard og Henry til Barcelona FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson, leik- maður Lokeren í Belgíu, hefur spilað einstaklega vel að undan- förnu og virðist vera eins og vín, hann verður bara betri með aldr- inum en hann er orðinn 36 ára gamall. „Já, ég vona það þó svo að það sé erfitt að segja til um það sjálfur. Mér líður að minnsta kosti vel í augnablikinu og hef verið að spila vel og þá kvartar maður ekki. Ég hef ekki lent í neinum meiðslum enda hugsa ég vel um mig og sé til að ég sé í fínu standi,“ sagði Rúnar við Frétta- blaðið í gær en hann hefur dregið vagninn hjá liðinu í undanförnum leikjum. „Það hefur vantað marga leik- menn og ég hef verið að reyna að berja saman mannskapinn enda reynsluboltinn og sá sem hefur verið lengst í liðinu.Við getum ekki annað en verið sáttir við árangurinn. Við höfum spilað vel alveg fram í nóvember en höfum misst marga leikmenn í leiki í undanförnum leikjum og þá hefur aðeins hallað undan fæti.“ Rúnar verður samningslaus eftir tímabilið og vill ólmur halda áfram atvinnumennskunni. „Ég er með samning út þetta tíma- bil en við höfum ekki viðrað það mikið hvort ég muni framlengja eða ekki. Ég hefði mikinn áhuga á því eins og ég er að spila þessa dagana og hvernig mér líður en þetta veltur líka á forsetanum okkar auk þess sem við fáum nýjan þjálfara í janúar.“ Ekkert lið á Íslandi hefur verið í sambandi við Rúnar, sem gæti vel lagt skóna á hilluna í stað þess að spila á Íslandi. „Ég er þó ekki búinn að ákveða neitt og ég mun bíða fram í febrúar eða mars með að ákveða mig. Ég hef ekki leitt hugann neitt sér- staklega að því að spila heima á Íslandi enda ætla ég að einbeita mér að því að halda mér heilum og spila vel eins og ég hef verið að gera og vonandi get ég haldið áfram hér.“ - hþh Rúnar að slá í gegn í belgísku knattspyrnunni, 36 ára að aldri: Eitt ár til viðbótar? RÚNAR KRISTINSSON Rúnar hefur leikið frábærlega með Lokeren upp á síðkastið. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR FRANK LAMPARD Ronaldinho vill fá tvo bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar til Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HARRY KEWELL STÖÐVAÐUR Kewell var líflegur á vinsti kantinum hjá Liverpool en varnar- mönnum Sao Paulo tókst þó oft að stöðva hann á síðustu stundu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.