Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 23

Réttur - 01.10.1950, Side 23
RÉTTUR 263 Einhver kann að segja að þetta séu aðeins ómerkilegar bolla- leggingar hlægilegs þjóðernissinna. En þess ber þá að minnast að bréfið er skrifað á sama tíma og Bandaríkin höfðu hafið opinskáa yfirgangsstefnu í Austurasíu og eyddu milljörðum dollara til að standa straum af hinni vonlausu styrjöld Sjank Kaiséks gegn alþýðu Kína. Andi sömu yfirgangsstefnu mótaði einnig orð hins aldraða lepp- forseta Suðurkóreu, Syngman Rhee, þegar hann hélt opinbera ræðu rúmum mánuði seinna í þingi Suðurkóreu og ræddi um utanríkismál og framtíðardrauma sína. 12. janúar 1949 sagði Syngman Rhee fyrir opnum tjöldum í viðurvist hinna bandarísku ráðgjafa sinna: „Áætlun vor er að sundra alþýðuhernum í Norðurkóreu og afvopna hann. Verði þetta ekki kleift, mun nefnd samein- uðu þjóðanna og bandarísku hersveitirnar í Suðurkóreu beita sér fyrir þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru og ráða munu úrslitum .... “ Þetta var sem sagt opinber ræða, haldin á meðan Suðurkórea var enn hernumin af sveitum Trumans og skömmu eftir að Sovétríkin höfðu flutt allt sitt lið frá Norðurkóreu. Árás ákvedin í júlí 1949 Þessi voru þá markmið og framtíðarvonir suðurkóresku lepp- stjórnarinnar. En hvenær hófst hinn raunhæfi undirbúningur? Einnig um það eru nákvæmar frásagnir í skjölum þeim sem fundust í Seoul. Sérstakt gildi hefur fundargerðarbók sem fannst meðal skjala Kóreunefndar sameinuðu þjóðanna, þótt einkennilegt megi virð- ast. Þar er ýtarlega rakinn fundur, sem haldinn var 12. febrúar 1949 í ríkisstjórn Syngman Rhees. Auk ráðherranna voru við- staddir herráð Suðurkóreu og hinn bandariski hernaðarráðunaut- ur Seoul-héraðsins, William Roberts hershöfðingi. Á þessum fundi var hvorki annað né minna ákveðið en að her Suðurkóreu, sem verið var að skipuleggja, skyldi búa sig undir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.