Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 56

Réttur - 01.10.1950, Side 56
2 96 RÉTTUR framtíð hreyfingarinnar en sína eigin persónu), en hann ásakar okkur fyrir það, að við höfum ekki getað fylgt rétti- lega þeirri línu, sem lögð var af Comintern. Því næst gefur hann í skyn, að hann sé sjálfur eini maðurinn sem geti skilið hana og sé fær um að fylgja henni. Þegar lesin eru skrif hans nú, þar sem hann staðhæfir, að þegar 1927 og jafnvel fyrr hafi hann séð gjaldþrot Comintern, og fordæmir af siðferðilegvun ástæðum þá aðferð sem beitt var við stjórn þess, og þegar þess er svo gætt, að 1930 vildi hann láta líta á sig sem helztu stoð þess og styttu — þá fer hugmynd manns að skýrast um gildi siðferðisins fyrir Silone; maður tekur að botna svolítið betur í hinu mjög svo sérstæða sálarlífi þessara liðhlaupa og skilur hvernig á því stendur að þeim er ekki vært í félagsskap heiðarlegra baráttu- manna og sæmilegs fólks. En ef til vill kann að vera fróðlegt að vita, hvernig Silone skipulagði árás sína á okkur. E. t. v. gæti hinn valinkunni Saragat og hinn valinkunni Romita fundið þar einhverjar hliðstæður nýlegra atburða og dregið af þeim holl dæmi. Um sama leyti og Silone ritaði bréf sitt til miðstjórnar- innar hófu þrír aðrir félagar baráttu í stjórnmálaráðinu fyrir róttækri breytingu á stefnu flokksins og stjórn. Þeir töluðu einkum fyrir því, að hætt yrði hinu þrotlausa stríði til að halda flokknum við líði innan lands, og höfðu ýmis- legt að yfirvarpi til að dylja upplausnartilhneigingar sínar. Auðvitað var Silone sammála „hinum þremur“. Með þessu bragði, sem átti að fara leynt, var Silone að skapa sér tækifæri til að koma fram gagnvart okkur (og raunar sjálfu Comintern) sem hinn eini maður, ofar hinum and- stæðu fylkingum, sem gæti bjargað málinu með því að taka stjórntauma flokksins í eigin hendur. Þessi ráðagerð fór út um þúfur. Meiri hluti flokksforystunnar fordæmdi Silone ásamt „hinum þremur“. Miðstjórnin, skipuð félögum, sem störfuðu á ítalskri grund, staðfesti hiklaust þessa sakfell- ingu og þyngdi hana. „Hinir þrír“ hófu þá fyrir opnum

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.