Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 69

Réttur - 01.10.1950, Page 69
RETTUR 309 eigi svo margt sameiginlegt, þegar um tilveru og frelsi verkalýðs- ins og samtaka hans er að tefla, að þeim beri að taka höndum sam- an í verkalýðshreyfingunni og bjarga henni frá því að verða her- fang atvinnurekenda og stjórnmálaflokka þeirra. Flokksstjórnarfundurinn skorar á allan verkalýðinn og alla alþýðu að vinna að því á hverjum þeim vettvangi, er að gagni má verða, að þessi nauðsynlega samfylking verkalýðsins geti erðið að veruleika sem allra fyrst og telur brýna nauðsyn á, að verka- lýðurinn einangri öll þau öfl, er þar kynnu að standa í vegi. Flokksstjórnarfundurinn telur samvinnu sósíalista og Alþýðu- flokksmanna í verkalýðshreyfingunni óhjákvæmilega forsendu slíkrar samfylkingar, en lítur jafnframt svo á, að verkalýður, sem telur sig til annara stjórnmálaflokka, eigi velferðar að gæta í því, að þessi stéttareining verkalýðsins megi takast. III. FRIÐURINN ER ÍSLANDS LÍF OG HEILL Fundur flokksstjórnar Sósíalistaflokksins fagnar þeim mikla sigri, sem heirrsfriðarhreyfingin undir forystu franska vísinda- mannsins Frédéric Joliot-Curie hefur unnið undanfarin tvö ár frá því á stofnþinginu í París í apríl 1949, og sér í lagi hinum glæsilega árangri af undirskriftasöfnuninni undir Stokkhólms- ávarpið um bann við kjarnorkuvopnum, sem 400 milljónir manna hafa þegar fylkt sér um. Fundurinn lýsir yfir trausti sínu á því, að með nógu almennum og öflugum alþjóðlegum samtökum sé unnt að slá vopnin úr hönd- um stríðsæsingamanna og hindra auðvaldið í því að koma af stað nýrri heimsstyrj öld, enda aðhyllist fundurinn eindregið þá skoðun forgöngumanna friðarhreyfingarinnar, að það sé á valdi mann- kynsins sjálfs, almennings í heiminum, að tryggja varanlegan frið. . ' Fundurinn vill vekja athygli allra flokksmanna og allra íslend- inga á hinu stórvægilega gildi friðarhreyfingarinnar fyrir ísland

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.