Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 76

Réttur - 01.10.1950, Side 76
316 RETTUR Heinrich Eildermann: Die Urgesellschaft. Dietz Verlag. Berlin 1950. Merkilegt vísindarit um frum- þjóðfélagið, mannfélagsskipun „villimennskunnar“, einkum framleiðsluskipun, sambúð kynj- anna, trúarbrögð og siði.: 431 síða að stærð. Hefur mikinn fróðleik að bjóða öllum þeim, sem áhuga hafa fyrir að kynnast því þjóð- félagsástandi, sem mannkynið lengst af hefur búið við, og for- feður vorir lifðu við fyrir nokkr- um þúsundum ára. Walther Vontin: Heinrich Heine. Aufbau-Verlag. Berlin. 1949. Ný ævisaga þess ljóðskálds þýzks, sem vinsælastur er allra þýzkra skálda á íslandi. Um ekk- ert þýzkt skáld hefur eins verið barizt eftir dauða hans og um Heirich Heine og fáir menn hafa eins verið ofsóttir eftir dauðann sem hann, þótt hann færi vissu- lega ekki varhluta af ofsóknum og hatri afturhaldsins í lifanda lífi. Þýzka afturhaldið ætlaði með nazisma sínum að þurrka nafn Heine burt úr sögunni, m. a. s. „Lorelei" var talið eftir óþekkt- an höfund. En hið nýja Þýzkaland alþýðunnar metur og elskar Heine, skáldið og bardagamann- inn. Þessi ævisaga er einn vottur- inn um það. Friedrich Wolf: Dramen. Band I. Aufbruch. — Aufbau-Verlag Berlin 1950. Aufbau-Verlag hefur með þessu fyrsta bindi hafið útgáfu á leikritum Friedrich Wolfs, hins ágæta og mikilvirka þýzka rit- höfundar. Verða bindin alls fjög- ur og í þeim þessi leikrit. (Hvert bindi ber táknrænt heildarnafn): I. Aufbruch. Leikritin: Das bist du. Mohamed. Tamar. Die schwarze Sonne. II. Frauen. Leikritin: Cyankali. Tai Yang erwacht. Die leste Probe. Laurencia. III. Empörung. Leikritin: Der Arme Konrad. Beaumarchais. Die Matrosen von Cattaro. Kolonne Hund. IV. Besinnung. Leikritin: Prof- essor Mamlock. Patrioten. Doktor Wanner. Was der Mensch saet. Ernst Sommer: Die Sendung Thomas Miinzers. Aufbau-Verlag Berlín. 1948. Þetta er mikil og söguleg rann- sókn (318 síður) á lífi og kenn- ingum þessa fræga alþýðuleið- toga Þýzkalands og um leið á bændastríðinu þýzka 1525 og þeim róttæku kristnu kenningum, er bændur bygðu mannréttinda- kröfur sínar á. Bændastríðið þýzka hefur allt frá því Friedrich Éngels, 1850, reit „Der deutsche Bauernkrig“, (sem 1946 kom út í nýrri ágætri útgáfu hjá Dietz Verlag, Berlin) verið eitt af þeim viðfangsefnum, sem marxistar með miklum árangri, hafa brotið til mergjar. Ósigur bændastétt- arinnar og allra hinna fram- sæknu afla í Þýzkalandi á fyrri hluta 16. aldar fyrir afturhalds- herjum furstanna er einhver allra örlagaríkasti viðburður þýzkrar sögu. Sú ógæfa veldur þriggja alda hrörnun og niðurlægingu þýzku þjóðarinnar, bakar henni að sínu leyti svipað tjón og ósig- ur Jóns Arasonar og sona hans í baráttunni við danska nýlendu-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.