Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 4
4
R É T T U R
rifjuðu fyrirlitningu á mannlegri skynsemi sem jafnan einkenn-
ir pólitíska hrossakaupmenn og umskiptinga. Hinsvegar er meg-
inefni blaðsins hreinn sorpblaðamatur í amerískum stíl, bein-
línis við það miðaður að gera fólk að hugsunarlausum auraöpum
og þar með þægum fíflafans svikamyllunnar. Hvergi er minnst
einu orði á baráttu vinnustéttanna fyrir háleitu markmiði sósíal-
ismans, mannréttindum og manngöfgun, né heldur á vörn þeirra
gegn helstríði kapítalismans, vélráðum hans og grimmdaræði.
Þess í stað er hrúgað upp myndskreyttum æsireyfurum um út-
lifaðar kvikmyndastjörnur, afdankað kóngaslekti og önnur þvílík
snýkjudýr menningarinnar. Þannig vilja burgeisar Atlanzhafs-
bandalagsins að blað alþýðunnar sé. Slík andlegheit falla ná-
kvæmlega inn í „viðreisn" núverandi ríkisstjórnar.
Árum saman hafa íslenzkir sósíalistar barizt heilshugar fyrir
samfyikingu allra vinnandi og þjóðhollra afla í landinu gegn
spillingaráhrifum stríðsgróðavaldsins og haft þannig ómetanleg
áhrif til bóta á aðgerðir ríkisvaldsins, meðal annars með þátttöku
í nýsköpunarstjórn og vinstri stjórn. Eigi að síður er nú svo
komið að þetta vald hefur dirfzt að segja alþýðu landsins opin-
bert stríð á hendur í því trausti að hún kyssi á vöndinn og sætti
sig við steina fyrir brauð, hasarþvætting og glæpadýrkun í stað
hugsjóna og drengskapar.
Það er engin tilviljun hvaða tími hefur verið valinn til frið-
slitanna. Uppgjöf vinstri stjórnarinnar er meginástæðan. Enda
þótt sú stjórn kæmi ýmsum jákvæðum hlutum til leiðar fyrir
stöðugan þrýsting sósíalista og alþýðusamtakanna —- en þar
bar landhelgismálið hæst, ásamt viðskiptasamningunum í austur-
veg og atvinnusköpuninni úti um land — þá reyndust óheilindi
samstarfsflokkanna slík að „vinstristjórnar"-heitið varð næstum
að háði. Svikin í herstöðvamálinu tóku þó út yfir allt. Endalokin
urðu svo þau að stríðsgróðaöflin í Framsóknarflokknum stungu
við fótum og knúðu fram stjórnarslit, en Alþýðuflokkurinn
gerðist jafnharðan próventukarl og tilraunadýr Sjálfstæðisflokks-
ins þar til stjórnarskrárbreytingin var til lykta leidd. Reynslan
af tvennum kosningum og undirgefni Alþýðuflokksins gaf fas-