Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 54
En eigi að verða slík breyting til batnaðar á þjóðarbú-
skapnum, þá er höfuðforsendan sú að vinnandi stéttir
landsins og öll framsækin öfl í atvinnurekendastétt taki
höndum saman gegn afturhaldsstefnu erlenda auðvaldsins
og þjóna þess.
Til þess að svo verði er nauðsynlegt að verkalýðssam-
tökin og starfsmannasamtökin komi á sem fullkomnustu
samstarfi sín á milli í stéttabaráttunni, til þess að hrinda
launakúguninni með voldugu átaki þessara stétta, sem eru
% íslendinga.
Þá þurfa og verkamanna- og bændasamtökin að ná
traustu bandalagi sín á milli, því þessar vinnandi stéttir
liafa nú eigi aðeins sameiginlegra hagsmuna að gæta,
heldur ei-u og félagslegar hugsjónir og samtakaheildir
beggja í hættu, ef afturhaldssamasta hluta auðvaldsins
er látið haldast uppi að leggja Island og hagsmuni vinn-
andi stétta þess að fótum erlends auðhringavalds og gera
oss að nýlendu á ný.
Þá þurfa allir þeir, sem til ábyrgðar finna gagnvart
dreifbýlinu á Íslandi, — Vestfjarða-, Norðlendinga- og
Austfirðinga-f jórðungum, — að taka höndum saman, hvar
í flokki og stétt sem þeir standa, því fái afturhaldspólitíkin
að standa stundinni lengur, hefst hin sama eyðing sam-
kvæmt blindum lögmálum auðvaldsskipulagsins, sem var
Jangt komin að eyða þar byggðum 1950 til 1956, er ný-
sköpunarstefna vinstri stjórnarinnar tók í taumana. Það
er aðeins skipulagður áætlunarbúskapur ríkisstjómar,
sem ræður bönkunum og fyrirskipar fjármagninu, sem
getur bjargað landsbyggðinni og byggt upp blómlegt at-
vinnulíf þar.
En eigi vinnandi stéttir landsins að verða færar um að
lyfta því Grettistaki að stórefla atvinnuvegi landsins á
6kömmum tíma og bæta lífskjör sín og þjóðarinnar, þá
þarf þjóðareiirngu um slíkt átak: Það þýðir að hin fram-
sæknu öfl í atvinnurekendastétt þurfa að vera með og þá
fyrst og fremst útvegsmenn og þeir iðnrekendur og aðrir