Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 19
RÉTTUR
19
flokkinn, þroska hann og stækka og gera hann færan um að rækja
öll þau miklu verkefni sem bíða hans.
IV. Samfylkingarbarátta flokksins og samstarf bans
við aðra flokka.
Samfylking og samstarf eru aðferðir flokksins við að koma
þeim málum fram sem á hverju skeiði eru alþýðunni og þjóðinni
mikilvægust og unnt er að hrinda í framkvæmd.
1. Samfylking alþýðunnar er varanleg samvinna vinnandi fólks
um stéttarhagsmuni sína og lífshagsmuni þjóðarinnar.
2. Samstarf við aðra flokka og aðila er hinsvegar tímabundin
samvinna við öfl sem eru ólík flokknum og venjulega andstæð
áhugamálum hans, þótt unnt sé að vinna með þeim um nokk-
urt skeið að sérstökum málum eða hafa við þau samvinnu
í ríkisstjórn um ýms þjóðmál.
Það er því til marks um hæfileika flokksins til að gegna for-
ustuhlutverki sínu, hvort hann getur komið á þannig samstarfi
og samfylkingu og náð með því árangri fyrir alþýðuna og þjóðina
eða afstýrt óþurftarverkum. Er flokknum brýn nauðsyn að átta
sig til fulls á þessum meginatriðum ef hann á að vera fær um
að gegna hlutverki sínu.
Flokkurinn ákvað á 10. flokksþinginu 1955 að reyna að koma
á varanlegri samfylkingu við Alþýðuflokkinn og Þjóðvarnar-
flokkinn, „koma á kosningabandalagi" þeirra þannig „að þeir
bjóði fram sem einn kosningaflokkur." Árangur þessarar stefnu
varð Alþýðubandalagið. Það eru varanleg samfylkingarsamtök,
kosningaflokkur íslenzkrar alþýðu, opinn öllum þeim sem að
stefnuskrá hans vilja vinna. Því hlýtur það að vera eitt megin-
verkefni Sósíalistaflokksins að efla Alþýðubandalagið og sameina
í því og um það vinnandi stéttir handa og heila og alla íslenzka
þjóðfrelsissinna. Þarna er um samfylkingu við samherja að ræða,
þar sem brýn nauðsyn er á umburðarlyndi og gagnkvæmum
skilningi, samfylkingu sem þarf að eflast og dafna þannig, að
hvorttveggja verði í senn, að meðal fyrri samherja geti tekizt