Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 53
R É T T U B
53
En launahækkunin ein er ekki nóg, eins og nú hefur
verið lagt til atlögu af auðvaldsins hálfu.
Það verður að kæfa ,,gagnbyltingu“ útlenda auðvaldsins
og afturhaldsins í fæðingunni, hindra afturhaldið í því að
granda efnahagslegu sjálfstæði landsins:
Það verður að koma á á íslandi áætlunarbúskap, til þess
að efla atvinnulíf landsins í þjónustu landsmanna sjálfra,
— og fullkominni yfirstjóm þjóðarinnar á utanríkisverzl-
uninni.
Það verður að gera bankana, og fyrst og fremst Seðla-
bankann, að þjónum íslenzks atvinnulífs en ekki að f jötr-
um á því sem nú.
Það verður að láta hagsmuni framleiðslunnar og útflutn-
ingsins sitja í fyrirrúmi fyrir verzluninni og innflutningn-
um í þjóðarbúskapnum, öfugt við það, sem nú er gert.
Það verður að reka allan þjóðarbúskapinn í þeim tilgangi
að skapa sem mest öryggi um atvinnu og afkomu fyrir
vinnandi stéttir landsins, en ekki láta peningavaldið og
blinda gróðalöngun einstakra auðmanna ráða lífsafkomu
fólksins.
Launakjör verkafólks hafa um langt skeið verið með þeim
hætti, að ókleift hefur verið að lifa af 8 stunda vinnudegi og er
kaupgjald íslenzkra verkamanna orðið mun lægra en stéttar-
bræðra þeirra á Norðurlöndum.
Ráðstefnan álítur, að kjaramálum verkafóiks sé nú svo komið,
að óhjákvæmilegt sé fyrir verkalýðsfélögin að láta til skarar
skríða og hækka kaupgjald og hrinda þannig þeirri kjaraskerð-
ingu, sem orðið hefur. Jafnframt lýsir ráðstefnan yfir, að hún
telur að fyllilega sé unnt að verða við réttlátum kröfum verka-
fólks, án þess að verðbólgan vaxi, ekki sízt ef um leið er fram-
kvæmdur sparnaður í ríkiskerfinu og framleiðsla landsmanna
aukin og gætt meiri hagsýni um rekstur framleiðslutækja þjóð-
arinnar.
Ráðstefnan telur því nauðsynlegt, að hvert verkalýðsfélag hefji
nú undirbúnmg að þeirri baráttu, sem óhjákvæmilega er fram-
undan. og felur miðstjórn Alþýðusambandsins að samræma kröfur
félaganna og baráttu þeirra og hafi um það samráð við verka-
lýðsfélögin, eftir þeim leiðum, sem hún telur heppilegastar.“