Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 51
R E T T U R
51
heildsölunum, er umboð hafa fyrir vestrænu auðhringana,
og pólitískum ofstækismönnum afturhaldsins.
Það slær svörtum skugga yfir Island við árás þessa
ógæfuvalds. Kuldagustur kreppuboða næðir um hvert ein-
asta alþýðuheimili.
Lýðveldið var endurreist, sjálfstæðið endanlega aftur
heimt, 1944, í tákni rísandi verklýðshreyfingar, stórbatn-
andi lífskjara alþýðu og vaxandi þjóðfrelsisöldu. Það var
snar þáttur þessarar sóknar til sjálfstæðis, að verkalýðs-
hreyfingin tók 'höndum saman við önnur framfaraöfl, hvar
sem þau var að finna, til nýsköpunar alls íslenzks atvinnu-
lífs. Erlenda auðvaldið reyndi með Marshall-áætluninni að
kveða islenzka sjálfsbjargarviðleitni í kútinn. En þegar
brezka auðvaldið sýndi hramminn 1952, þá varð jafnvel
íslenzka borgarastéttin að leita liðsinnis í Austurveg og
fá viðskiptin við Sovétríkin í fullan gang, til þess að bjóða
brezka. auðvaldinu byrginn. Og 1956 tóku verkamenn og
bændur til við nýsköpun atvinnulífsins á ný, ■— og hefði
ekki afturhaldslið innan Framsóknar eyðilagt það sam-
starf, hefði vegurinn staðið opinn alþýðunni og framsækn-
um öflum á Islandi til stórhuga framkvæmda samkvæmt
viturlegum áætlunum.
Og nú reiðir auðvald Vesturveldanna aftur hátt til
höggs gegn efnahagslegu sjálfstæði íslands og lífskjörum
íslenzkrar alþýðu.
Höggið er reitt í senn gegn verkalýðnum og millistéttum
Islands, — bændum, smáútvegsmönnum og öðrum. Og það
á að hitta jafnt verkalýðssamtökin sem samvinnuhreyf-
inguna.
En höggið er hátt reitt af feigu valdi, það eru örvænt-
ingartilburðir fallandi auðvalds, sem sér nýlenduvöld sír
hrynja um víðan heim og ætlar nú að reyna að tryggja sér
ítök á Fróni enn um stund.
En það er með auðvaldið í dag eins og Steinn Steinar
kvað hér í „Rétti“ í marz 1941 til „Imperium Brittanicum“
(hins brezka heimsveldis):