Réttur - 01.01.1960, Page 38
38
EÍTTIJR
Þess er ekki kostur að taka fleiri Reykjavíkursögur til athug-
unar að sinni. Ég hygg að það sem þegar hefur verið talið sýni,
að íslenzkir skáldsagnahöfundar beina í vaxandi mæli athygli
sinni að lífinu í Reykjavík og jafnframt að langflestir byggja á
þeim grunni, sem Gestur Pálsson lagði forðum. Realisminn eða
raunsæisstefnan hefur verið nær allsráðandi í íslenzkri skáldsagna-
gerð og er svo enn.
Reglulegir idealistar hafa raunverulega aldrei komið fram í
íslenzkri skáldsagnagerð. Það væri þá helzt Kristmann Guðmunds-
son. Venjulega reynir hann þó að tengja sögur sínar veruleikanum.
Þokan rauða er þó ósvikinn idealismi.
Ég mun nú láta þessar hugleiðingar niður falla. Islenzkir rit-
höfundar eiga vafalaust eftir að segja okkur margt um lífið í
Reykjavík, kosti þess og galla. Þess mun full þörf, að þeir gagnrýni
harðlega það sem miður fer, en það væri líka æskilegt að þeir
vísuðu okkur veginn, sýndu okkur hvernig takast mætti að skapa
trausta borgmenningu úr þeim sundurleita, en að mörgu leyti
góða efnivið, sem hér hefur safnazt saman á liðnum árum. Skáld-
in og aðrir listamenn, skólarnir, leikhúsin, útvarpið og jafnvel
kvikmyndahúsin eru þær stoðir, sem verða að bera þá borgmenn-
ingu uppi.