Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 41
R E T T U R
41
jafnvel ekki fært um að treina lífið í skylduómögum sínum.
Allar jarðir í hreppi hverjum ættu helzt að vera eign sveitar-
sjóða. Mundi það hafa hin mestu og heillaríkustu áhrif, bæði á
hag sveitarfélaganna í heild sinni, á landbúnaðinn yfir höfuð og
kjör hvers einstaks bónda, sem hvort sem er ekki væri jarðeigandi.
Það þarf engin rök að færa fyrir því, hve gott þetta væri fyrir
sveitarsjóðina og hreppsbúa, að öllu öðru hér um bil jöfnu. Slíkt
liggur í augum uppi. Hér fengist sá tekjustofn, sem bæði er
tryggur, arðmikill og getur farið sívaxandi, að minnsta kosti óbein-
línis.
Það má telja nálega víst, að þetta yrði á margan hátt til þess
að margfallt kapp yrði lagt á skynsamlegar jarðabætur. Þá yrðu
þess konar framkvæmdir varla eins sundurlausar, stopular og il!a
unnar eins og nú brennur víða við; því bæði yrði miklu auðveld-
ara að vinna að slíku með almennum lögum eða samþykktum, og
eins mundu sveitarstjórnirnar taka málið sér í hönd.
Kjör ábúenda, þ. e. leiguliða sveitarsjóðs, gætu og ættu einnig
að vera svo góð, að litlu eður engu lakari væri, heldur en nú að
vera óðalsbóndi. Sanngjarnt eftirgjald, ævilangur ábúðarréttur eða
ef til vill erfðafesta, mikil áherzla lögð á vel unnar jarðabætur.
Það kann nú margt að mæla á móti því, að selja sveitasjóð-
unum kirkjujarðir, landssjóðsjarðir og aðrar opinberar eignir.
Látum það vera. Hið mesta væri fengið, ef allar jarðeignir ein-
stakra manna gætu orðið eign sveitarsjóðanna.
Hart kann að þykja, að hamla öllum einstökum mönnum frá
því að vera jarðeigendur. Hér er samt ein bót í máli, að með þessu
yrðu allir jarðeigendur, en umráð jarðanna yrðu, innan lögbund-
inna takmarka, í höndum sveitarstjórnarinnar. Það mætti færa
mörg og sterk rök fyrir því, ef rúm leyfði, að það er oftast gagns-
laust, stundum einnig skaðlegt, að menn eigi fleiri jarðir en ábýli
sitt. En eins og nú hagar til, festast jarðir lítt í ættum, heldur safn-
ast til einstakra efnamanna, eða skiptast í smáparta, og er hvort-
tveggja miður heppilegt. Það má óhætt fullyrða, að aldrei verði
það algengt til lengdar, að hver bóndi eigi ábýli sitt. Hér er ekki
miklu að tapa.
En geta sveitarstjórnir keypt jarðirnar? Vafalaust. Um það