Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 107
R É T T U R
107
að engum notum. Þau sýna okkur aðeins hinn geysilega auka-
kostnað auðvaldsskipulagsins og í raun og veru má draga þau
beinlínis frá þjóðartekjunum. En þau eru stærsta tekjulind ein-
okunarauðvaldsins, og af þeim sökum berst það af alefli gegn
kröfum fólksins um endalok „kalda stríðsins'' og algjöra af-
vopnun. Innan auðvaldslandanna hefur afvopnunin því leitt til
harðrar stéttabaráttu.
4) Enginn sameiginlegur markaður auðvaldsheimsins. Gagn-
stætt því sem var um aldamótin er nú ekki fyrir hendi neinn sam-
eiginlegur auðvaldsmarkaður. Og auðvaldsmarkaðurinn, sem svo
mjög hefur dregizt saman, skiptist í sterling-, dollara og fleiri
gjaldmiðilssvæði. Ekki er um að ræða neina „frjálsa samkeppni"
vegna hins.fasta verðs frá framleiðslusamsteypunum, verndartolla
o. fl. Ekki er heldur um að ræða frjálsan flutning fjármagns milli
landa. Ymist verður að sækja um leyfi til ríkisins til útflutnings
fjármagns, eða ríkið annast hann sjálft og losar þannig einokun-
arhingana við alla áhættu. Tilraunir hafa að vísu verið gerðar
til þess að koma á sameiginlegum markaði nokkurra landa (t. d.
hinn „Smeiginlegi markaður" sex Evrópulanda undir forustu
Vestur-Þýzkalands og „Fríverzlunarsvæði" sjö landa undir forystu
Englands, en mismunandi hagsmunir hinna ýmsu einokunarhringa
tefja mjög fyrir framkvæmd þessara tilrauna og stilla auk þess
hópi ríkja hvorum upp á móti öðrum.
Vöntunin á einum allsherjar markaði auðvaldslandanna sýnir
ljóslega öryggisleysi auðvaldsskipulagsins og hafði í för með sér
mjög ójafna skiptingu „heimsgjaldmiðilsins", gullsins. Svissland,
sem ekki hefur nema 5 milljónir íbúa, á gullbirgðir að upphæð
2 milljarða dollara, en gullforði Frakklands með 44 milljónir
íbúa nemur tæplega 1 milljarð dolara. Indland á gullforða að
upphæð 250 milljónir dollara.
5) Verðbólgan. Orækasta vitnið um öryggisleysið í þjóðar-
búskap nútíma auðvaldsþjóðfélags borið saman við auðvalds-
þjóðfélög aldamótanna er verðbólgan, sem hefur víðtæk áhrif
á gengisskráningu allra auðvaldslanda. Kaupmáttur Bandaríkja-
dollars hefur t. d. minnkað um 24% á s.l. tíu árum miðað við