Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 90
90
R É T T U B
tonnum árið 1900 upp í 51 milljón tonna árið 1913. Bílafram-
leiðslan óx úr nokkrum þúsundum upp í 485.000. Vísindalegar
framleiðsluaðferðir tóku að ná mikilli útbreiðslu. Arið 1912 tók
Ford fyrsta færibandakerfið í notkun. Samgöngur urðu greiðari
með notkun reiðhjóla og bíla.
Iðnaðarframleiðsla auðvaldsheimsins á 20. öldinni hefur aldrei
vaxið jafn ört sem á þessu tímabili, þ. e. a. s. á friðartímum. Magni
iðnaðarframleiðslunnar (1900—1913 =100) óx úr 72 árið 1900
upp í 121 árði 1913, þ. e. um 5% að jafnaði árlega. Framleiðsla
hveitis óx úr 74 milljónum tonna á árunum 1896—1900 upp
í 106 milljónir tonna 1913. Meðaluppskera hækkaði í Belgíu
upp í 2600 kg á hektara fram til áranna 1911 —1913, 2500 í
Hollandi, 2400 í Þýzkalandi og 2100 í Englandi. Járbrautar-
kerfið í auðvaldslöndunum lengdist um meira en 300.000 km á
árunum 1900 til 1915 og hefur vöxturinn hvorki fyrr né síðar
verið þvílíkur. Heimsverzlun 33 auðvaldsríkja óx úr 18,8 millj-
örðum dollara (brúttó veltu) árið 1901 upp í 36,1 milljarða árið
1913, eða nær tvöfaldaðist.
Þróunin var þó mjög misjöfn í hinum ýmsu löndum. Banda-
ríkin og Þýzkaland fóru fram úr Englandi. Þróunin í Bandaríkj-
unum varð örari vegna áhrifa frá rúmlega 10 milljónum ungra
innflytjenda frá Evrópu. Baráttan um markaði færðist í aukana.
A þessum tíma var England alls ráðandi á Miðjarðarhafi og Ind-
landshafi. Þýzka borgarastéttin sótti ákaft eftir nýlendum og sú
viðleitni var studd af hægri sósíaldemókrötum, herforingjaklíkum
og keisaranum. En sjóveldi Englands lokaði þeim öllum leiðum
á hafinu. Þýzka heimsvaldastefnan reyndi því að notfæra sér
hernaðarlega yfirburði sína á meginlandinu og færa út áhrifasvæði
sitt til austurs. Ensk-fransk-rússneska bandalagið var því myndað
vegna yfirvofandi hættu frá Þýzkalandi. Hinsvegar stofnaði Þýzka-
land Þríveldabandalagið sem mótleik. „Smástyrjaldir” hófust,
Italía hernam Tripolis, Austurríki-Ungverjaland tók Bosníu og
Herzegowinu, Grikkland tók Krít, Balkanstríðið hófst og upp úr
því heimsstyrjöldin.
Á þessu ti'mabili voru stofnuð mörg verkalýðsfélög. Þrátt fyrir
mikinn vöxt verkalýðsfélaganna neituðu iðjuhöldar þungaiðnað-