Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 91
R É T T U R
91
arins alls staðar (að Englandi undanteknu) að viðurkenna þau
og gerðu enga kjarasamninga við þau. Iðjuhöldar Bandaríkjanna
voru mjög harðskeyttir í þessum sökum og beittu þeir hinum
svonefndu „opnu fyrirtækjum" sem mótleik gegn verkalýðsfélög-
unum.
Mótsetningar innan verkalýðshreyfingarinnar jukust einnig.
Verkalýðurinn varð byltingarsinnaður (allsherjarverkfall í Belgíu
1902, byltingin í Rússlandi 1905, harðnandi stéttabarátta í Banda-
ríkjunum), en foringjar sósíaldemókrata aftur á móti gerðust
stöðugt berari að stuðningi við borgarastéttina, og í upphafi fyrri
heimsstyrjaldarinnar brást annað Alþjóðasambandið skyldu sinni
og splundraðist. Eins og W. I. Lenin ritaði, er „hentistefnan orðin
fullvaxin, úr sér vaxin og feyskin, eftir að hún hefur í þjónustu-
hlutverki sínu gersamlega runnið saman við hina borgaralegu
pólitík."
■ Fyrsta stig hinnar almennu kreppu
auðvaldsskipulagsins.
Með stofnun verkalýðsríkis í Rússlandi kom fram á sjónarsviðið
nýtt afl, sem styrkti áhrif þeirra innri afla, sem óhjákvæmilega
leiða til endanlegs ósigurs auðvaldsskipulagsins. Það kom í Ijós,
að unnt er að svipta borgarastéttina alræði sínu, að „lokatakmark-
ið" er ekki óljós framtíðardraumur, heldur mark, sem núlifandi
kynslóð getur náð. Verkalýðurinn getur tekið framleiðsluöflin í
sínar hendur og stjórnað þeim án borgarastéttarinnar. Hins vegar
er tilvera borgarastéttarinnar óhugsandi án verkalýðsins.
Þrátt fyrir gagnbyltingu og erlenda íhlutun tókst borgarastétt-
inni ekki að brjóta á bak aftur alræði verkalýðsins í Sovétríkjun-
um. En henni tókst að einangra Sovétríkin í aldarfjórðung og bæla
niður hin byltingarsinnuðu öfl eftirstríðsáranna í öðrum hlutum
heims. En jafnframt varð augljós hin almenna kreppa auðvalds-
skipulagsins. Framleiðsluaukningin í auðvaldsheiminum varð
stórum hægari: