Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 111
K É T T U E
111
9) Birðunum af offramleiðslunni er öðruvísi skipt en áður.
í byrjun aldarinnar bar borgarastéttin verulegan hluta þess tjóns,
er leiddi af offramleiðslukreppunum, ýmist vegna mikils verðfalls
á krepputímunum, lánsfjárskorts eða fjölda gjaldþrota. Nú á dög-
um lækka stóru einokunarhringarnir ekki verðið á krepputímum
og forðast gjaldþrot (ríkið er látið hlaupa undir baggann, ef nauð-
synlegt þykir). Afleiðingar kreppunnar koma því eingöngu niður
á verkalýðnum — í mynd langvarandi atvinnuleysis, — á van-
þróuðu löndunum vegna verðfalls á framleiðsluvörum þeirra og
á þann hluta borgarastéttarinnar, sem stendur utan einokunar-
hringanna. Þeir „stóru” innan borgarastéttarinnar verða því fyrir
litlu tjóni af völdum kreppunnar. En pólitískar kreppur geta
reynzt þeim hættulegar.
★
Sögulega séð eru örlög auðvaldsskipulagsins þegar ráðin. Það er
dæmt til að víkja af sviðinu fyrir öðru og fullkomnara þjóðskipu-
lagi, sósíalismanum. Ekki er auðvelt að segja nákvæmlega fyrir
um það hve langan tíma sú þróun muni taka né hvaða myndir
hún kemur til með að taka á sig. En við höfum gildar ástæður
til þess að ætla, að friðarstefna Sovétríkjanna, vaxandi efnahags-
legur og pólitískur styrkur sósíalistisku ríkjanna og aukin árvekni
og þroski almennings í auðvaldslöndunum megni að forða mann-
kyninu frá þriðju heimsstyrjöldinni. Margt bendir til þess, að í
allmörgum löndum séu skilyrði til þess að sósíalisminn sigri á
friðsamlegan hátt. Sú hugmynd Marx, að í sumum löndum verði
unnt að „kaupa borgarstéttina" af sér, gæti raunar orðið að veru-
leika.
En við getum þegar séð fyrir nokkra þætti í þróun næstu áratuga.
Ráðstjórnarríkin fara fram úr Bandaríkjunum á efnahagssvið-
inu á næstu 10—15 árum og verða þá þjóðhagslega voldugasta
ríki heimsins.
Nýlenduskipulagið líður með öllu undir lok. Efnahagsleg þró-
un fyrrverandi nýlendna mun verða mjög ör vegna aðstoðar frá
Sovétríkjunum og öðrum sósíalistiskum löndum.
L