Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 39
Nýmæli
eftir séra GUÐMUND GUÐMUNDSSON í Gaft/dal
[Sira Gumundur Guðmundsson í Gufudal reit eftirfarandi grein i Þjóð-
ólf 21. og 28. ágúst 1896. Er grein þessi mjög merkileg hugleiðing urn mikið
vandamál, sameign manna á jörð, m, a. til þess að hindra allt hrask með
jarðir. Er grein þessi eitt af dæmum um þá forsjálni, er ýmsir beztu menn
aldamótakynslóðarinnar sýndu, er þá langaði til þess að forða íslandi frá
hörmungum kapítalismans, en færa því þó framfarir tækninnar, og um
stórlnig þeirra í draumsjóninni um félagslegt öryggi alþýðu. — Það er
þessi grein, sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson vitnar í og minnist
um leið orða Williams Morris við sig, shr. grein hans birta í Rétti 1952;
36. árg bls. 57].
Margir rita nú um sveitaþyngsli, æskja endurskoðunar og lag-
færingar á sveitarstjórnarlöggjöf vorri og hyggjast þar með munu
létta stórum á sveitasjóðunum.
Sízt vil ég neita því, að sveitarþyngslin eru ærin, og eigi fremur
hinu, að nokkuð kunni að mega ráða bót á þeim í svipinn með
hentugum lagabreytingum og viðaukum á þeim grundvelli, sem
nú er.
En samt held ég, að tillögur þær, sem birzt hafa um þetta mál,
séu meðfram sprottnar af misskilningi.
Orsök vaxandi sveitarþyngsla er hvorki svo mjög óhentug lög-
gjöf né slæleg stjórn á sveitarmálum, sem margir álíta, heldur
hitt, að nýjar kvaðir og ný gjöld, sem áður ekki voru nefnd á nafn,
safnasr nú á sveitasjóðina. Þetta er náttúrlega afleiðing af þeim
breytingum, sem eru að verða á lífi og hugsun landsmanna. Eins
og þarfir hvers einstaks manns sífellt fara vaxandi, eins er því
varið með sveitarsjóðina, þeir fá sífellt fleira og fleira að annast
fyrir utan þurfamanna framfærslu heima fyrir.
Þó öll varhyggð sé við höfð, er eigi unnt að sporna við þessu,
enda er það naumast æskilegt. Sveitarsjóðirnir ættu vissulega að