Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 49
R É T T U R
49
þjóðarinnar í hættu. — Hinir söluhringirnir eru eðlilega
tengdir vestrænum mörkuðum.
c. Erlenda auðvaldið er sá aðili, sem fyrst og fremst
hefur hagsmuni af þeirri pólitík, er afturhaldsstjórnin
rekur:
I fyrsta lagi er það pólitískt áhugamál auðvaldsríkj-
anna, sameinaðra í Atlantshafsbandalaginu, að rjúfa við-
skipti Islands við hinn sósíalistíska heim og gera land
vort og þjóð þannig háða auðhringum Vesturveldanna.
Þetta er höfuðtilgangurinn í allri þeirri stefnu, sem Efna-
hagssamvinnustofnunin í París og Alþjóðabankinn í
Washington beita sér nú fyrir að framkvæmd verði á
Islandi. Þessar auðvaldsstofnanir lána til að byrja með
800 milljónir króna, til þesis að knýja þessa stefnu fram, og
gera ísland sér skuldbundið. Aðalerindrekar vestrænu
auðhringanna á Islandi, ofstækisarmur Sjálfstæðisflokks-
ins, fer ekki dult með þennan tilgang. Þannig segir í rit-
stjórnargrein í Morgunblaðinu 1. júní 1960:
„Með frjálsræði því, sem í dag öðlast gildi, er varðaður
vegurinn til fulls verzlunarfrelsis og lagður grundvöllur að
því, að við íslendingar getum orðið hlutgengir í því víðtæka
viðskiptasamstarfi, sem nú er að hefjast í Vestur-Evrópu.
Á því leikur ekki minnsti vafi, að fríverzlunarsvæðin munu
auka stórlega hagsæld þeirra þjóða, sem þátttakendur eru,
en jafnvel þó svo væri ekki, þá stöndum við íslendingar
frammi fyrir þeirri alvarlegu staðreynd, að ef við ekki
búum svo að efnahag okkar, að við getum tekið þátt í þessti
samstarfi, þá hljótum við að einangrast frá okkar elztu og
beztu mörkuðum. Af þeim ástæðum hljótum við að stefna
ótrauðir að því marki að sameinast fríverzlunarsvæðum
V.-Evrópu.“
Síðar í greininni segir:
„Hömlur þær, sem enn eru á innflutningi, byggjast á því
að við erum tilneyddir til að eiga vöruskipti við kommún-
istaríkin, þótt þau viðskipti séu í mörgum tilfellum óhag-
stæð. Á meðan við erum háðir þeim mörkuðum, getum við
auðvitað ekki haft fullkomið verzlunarfrelsi, en verðum
að leitast við að hagnýta þessi viðskipti eins vel og kostur
er.“ (Leturbr. vor).