Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 80
80
EÉTTUE
Með þessum hætti verða eyðslulánin allt að því tvöfölduð. Á þenn-
an hátt á að létta vaxtabyrði af heildsalastéttinni og veita henni
tækifæri til þess að endurlána kaupmönnum með þeim okurvöxt-
um, sem hér gilda innanlands og hirða þannig ofsagróða af vaxta-
lausum vörukaupalánum, sem hún tekur erlendis. Með rýrnandi
kaupmætti almennings kann svo að fara að reynt verði að örfa
vörusölu með því að tengja þessi eyðslulán vörukaupum almenn-
ings með því að koma á afborgunarkerfi í ýmsum greinum vöru-
kaupa almennings. En slíkt fyrirkomulag, sem mjög er tíðkað x
hreinræktuðum auðvaldslöndum þýðir í raun hærra verðlag og
heljartök verzlunarvaldsins yfir almenningi. En innflytjendurnir
sem fá fjármagnið vaxtalaust erlendis fleyta rjómann.
I löggjöfinni og framkvæmdinni varðandi innflutningsmálin er
fólgin enn geigvænlegri hætta fyrir vinnustéttirnar en jafnvel í
hinni beinu kjaraskerðingu annarra þátta efnahagsaðgerðanna.
Þar er vegið að sjálfum grundvellinum að lífskjörunum, mörkuð-
unum, sem treystir hafa verið á undanförnum árum fyrir áhrif
og atbeina verkalýðsstéttarinnar og stefnt rakleittt að atvinnuleysi.
En jafnframt sýnir þessi löggjöf og framkvæmd hennar að það er
fyrst og fremst verzlunarauðvaldið sem stefnunni ræður og er
jafnósvífið í græðgi sinni gagnvart atvinnuvegunum sem almenn-
ingi.
■ HVE MIKIL ER KJARASKERÐINGIN?
Sú lífskjaraskerðing, sem leiða kann af samdrætti atvinnulífs-
ins og markaðshruni verður ekki áætluð með neinum tölum en
hinsvegar er í höfuðatriðum unnt að gera sér nokkra grein fyrir
hinni beinu kjaraskerðingu, sem þegar er orðin eða er að verða
staðreynd, þótt mjög skorti á, að íslenzkar hagskýrslur séu tæmandi
um mörg þau atriði, sem taka þarf tillit til. Það gerir og málið
flóknara að kjaraskerðingin kemur mjög misjafnt á einstaklinga
og fjölskyldur eftir fjölskyldustærð, efnahag o. fl. Sé þetta skoðað
út frá heildarupphæð launa af þjóðartekjum væri varlegt að áætla
að það sé á þessa leið: (Sjá töflu efst á næstu síðu):
I þessu dæmi er hvorki meðtalin farmgjaldahækkun, sem nem-
ur gífurlegum upphæðum, né heldur hefur verið reiknað með