Réttur


Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 10
10 R É T T U R við hér á landi, að roskinn stjórnmálaflokkur lætur málgagn sitr tala barnamál Litlu gulu hænunnar til að geta tjáð sig fyrir verðandi kjósendum. Ég vona að Sósíalistaflokkurinn sé svo gamall syndari, að hann lúti ekki að svo lágu, til auðunnins fylgis, en hitt er mér ljóst, að flokkurinn verður að finna þann tón, það pólitíska tungutak, sem hin unga kynslóð skilur og ann, að hann finni henni klæði við hennar hæfi án þess að færa hana í skrið- buxur barnagarðsins. Þessi nýja kynslóð íslenzkra launastétta verður nú hvort sem henni er það ljúft eða leitt að verja þau lífskjör, sem feður hennar skópu henni, þrátt fyrir allt sem óhönduglega fór. Og hennar bíður það hlutskipti að hefja næstu sóknarlotu í lífsbaráttu þjóðarinnar. Þessi kynslóð á eftir að lifa þá stund á þeim áratug sem nú er að hefjast, að jafnaldri hennar á þeim hluta jarðarinnar er lýtur undir krúnu sósíalism- ans taki forustuna í framleiðslu lífsgæðanna. Þá verða mikil aldahvörf hér í heimi, og þessi kynslóð verður öfunduð af öldum og óbornum fyrir að hafa mátt lifa þessa stund. Þessi þáttaskil í heimsframleiðslunni neyða hina vinnandi sétt í öðrum löndum til þess að setja sósíalismann á dagskrá, gera hann að raunhæfu verkefni í önn dagsins. Því hærra sem dögunin rís í heimi sósíal- ismans því meir mun hin þjóðfélagslega nauðsyn sósíalismans, sem liggur greipt í lífsháttum hins borgaralega þjóðfélags, líkjast æ meir náttúruafli, sem ekki verður stöðvað, því nú liggja öll vötn til Dýrafjarðar. Þessi lögmálsbundna þróun til sósíalismans mun taka á sig sundurleit gerfi, verður steypt í margvxsleg mót, mörkuð þjóðerni, sögu og landskostum, það hefur þróun sósíal- ismans á síðustu árum áþreifanlega saman. Það verður því hlut- verk sósíalistaflokksins íslenzka að móta og mennta þá vinnu- kynslóð, sem nú er að taka við búsforráðum í landinu, svo að hún verði hæfari til að gegna sögulegu skylduverki sínu. En þessi kynslóð mun ekki aðeins með vissu lifa þau umskipti er leiða af breyttum hlutföllum í framleiðslumætti heimsins. Það er einnig von til þess, að hún fyrst allra kynslóða á jörðinni muni lifa skipulagðan heimsfrið. Enn er þetta aðeins von, en ekki vissa. En ef sú von rætist mundi það verða upphaf nýrrar siðmenningar á hnettinum. Heimur án árásar- og gereyðingarvopna, heimur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.