Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 31
R É T T U R
31
an mælikvarða. Máski er það höfuðgildi Atómstöðvarinnar, hversu
vel hún túlkar ólgutíma stríðsáranna, þetta gelgjuskeið höfuð-
borgarinnar, þegar hún vex örar en svo, að tvísýnt er, hvort þessi
unglingur nær að þroskast eða fer í hundana. Þessi ofþensla setur
mark sitt bæði á líf yfirstéttar og millistéttar, ungra og gamalla.
Beztar eru máske barna- og unglingalýsingarnar í Atómstöðinni.
Þarna stendur reykvískur æskulýður þessa tíma Ijóslifandi fyrir
okkur, spilltur af upplausn umhverfisins, en innst inni með heil-
brigðan kjarna, mannvænleg og aðlaðandi ungmenni, sem hægt
væri að gera sér góðar framtíðarvonir um, ef þeim væri fengið
heilbrigt umhverfi af hendi uppalenda.
Þótt gildi Atómstöðvarinnar sé þannig meir fólgið í almennri
mannlífstúlkun en snjallri persónusköpun, koma þar eimnitt fram
nýjar manngerðir, sem mikill fengur var að fá mótaðar i formi
skáldsögunnar. Auk organistans, sem er dálítið sérstakur, gnæfa
þar tvær manngerðir upp úr: Ugla og Búi Arland. Búi Arland
er alveg ný manngerð í íslenzkum bókmenntum, alveg eins og
hann er raunar ný manngerð í íslenzku þjóðlífi. Hann er hinn
fágaði, menntaði, en lífsþreytti borgari, sem sér í gegnum blekk-
ingar þess lífs, er hann lifir. Hann veit, að það þjóðfélagsform,
sem hann er fulltrúi fyrir, er dauðadæmt. En hann leikur hlutverk
sitt áfram. Hann hefur engan kraft til að slíta sig lausan, en gerir
aðeins gælur við óraunsæjan flótta frá ríkjandi lífernisháttum.
Ef Búi Arland er borinn saman við Sigurð Bjarnason í Tilhuga-
lífi, sem er að nokkru leyti hliðstæða hans í þeirri sögu, kemur
í ljós að þeir eru um flest ólíkir. Veldur því að sjálfsögðu mestu
að þeir eru þrátt fyrir allt fulltrúar fyrir ólík þjóðfélagsform,
þó að þeir verði að teljast stéttarbræður. Auk þess er Búi Arland
sem skáldpersóna gerð af meiri íþrótt frá hendi höfundar en Sig-
urður Bjarnason hjá Gesti. H.K.L. hefur fengið orð fyrir að ýkja
persónur og atburði, en á því ber líka einnig hjá Gesti. Mér hefur
t. d. alltaf þótt Sigurður Bjarnason dálítið ósennilegur, þegar hann
segir upp í opið geðið á Sveini, að honum og hans líkum eigi ekki
að líða vel.
Ugla gegnir í Atómstöðinni að nokkru leyti hlutverki Sveins
í Tilhugalífi. Þau eru sækjendur höfunda í máli þeirra á hendur