Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 48
48
B É T T U K
er það þetta auðvald stærstu heildsalanna, sem umboð hafa
fyrir auðhringi Vesturlanda, sem reiðir hátt til höggs og
ætlar í senn að rýra lífsafkomu íslenzkrar alþýðu um
fimmtung og rífa grundvöllinn undan afkomuöryggi henn-
ar og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Slíku tilræði get-
ur alþýðan og þjóðin í heild aðeins svarað með því að gera
slíkar ráðstafanir að þessháttar æfintýri endurtaki sig
ekki.
b. Söluhringirnir. Hvað þá aðila í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna snertir, er þegar hafa fest stórfé í verk-
smiðjum og sölubáknum í Bandaríkjunum, Bretlandi og
sexveidunum, þá skapast hjá þeim aðstaða, er fjarlægt
getur þá hinum eiginlegu sölusamtökum. Þegar nokkrir
voldugir aðilar í þessum sölusamtökum ráða yfir fyrir-
tækjum erlendis, sem kostað hafa milljónatugi, eru þeir
furðu fljótt komnir í þá aðstöðu að vilja fyrst og fremst
ódýran fisk. Sama varð upp á teningnum með Sölusam-
band íslenzkra fiskframleiðenda (S.I.F.) eftir 1930, svo
sem kunnugt er. Fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
sem sölusamtök var ekki hægt að fá ákjósanlegri aðstöðu
en þá að geta selt örugglega % framleiðslunnar, um 50
þúsund smálestir, til sósíalistísku ríkjanna, en barizt
með Ya eða 25 þúsund smálestir á fallvöltum mörkuðum
auðvaldsríkjanna. Þegar voldugir aðiljar í S.H. taka því
þá aðstöðu, er verður til að brjóta niður markaðssam-
böndin í Austurveg, þá eru þeir fyrst og fremst að hugsa
sem verksmiðjueigendur utanlands, er eiga vilja aðgang
að „frjálsum gjaldeyri," en ekki sem fulltrúar hraðfrysti-
húsa, sem fyrlst og fremst þurfa að geta haft full afköst
og örugga markaði. — Það mun og svo komið nú að
ábyrgir aðilar í S.H. eru farnir að óttast hvert stefnir.
En sök þeirra stórlaxa, sem ráða stefnunni er eyðilagt
getur undirstöðuna að rekstri hraðfrystihúsanna, er hin
sama, — og sýnir islíkt ábyrgðarleysi nauðsyn þess að
stærstu hraðfrystihúsin séu þjóðnýtt, svo slíkir óþjóð-
hollir einkahagsmunir geti ekki framar stofnað afkomu