Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 45
R E T T U R
45
pólitík, sem rekin hefur verið á Islandi: okurvextir í lög
leiddir, útlánsvextir úr byggingarsjóðum, er alþýðu gátu
að haldi komið, hækkaðir og erfiðara gert um öll lán, og
vægðarlaust okur upp tekið gagnvart atvinnuvegunum.
Með þessum aðgerðum er fótum kippt undan sjálfsbjarg-
arviðleitni hinna smáu í þjóðfélaginu og atvinnulífinu
íþyngt peningavaldinu til framdráttar, en samdráttur og
þarafleiðandi atvinnuleysi leitt yfir þjóðina að nýju. Aftur-
haldið sölsar nú undir sig valdið yfir bankapólitíkinni og
beitir henni gegn þeim smáu, — en skuldugum milljóna-
mæringum eru veitt sérréttindi. Þótt látið sé í veðri vaka
í áróðrinum að „atvinnurekendur skuli standa á eigin fót-
um“ án aðstoðar ríkisins, þá er reyndin sú að ríkið og
bankar þess eru teknir í einkaþjónustu stærstu og vold-
ugustu atvinnurekendaoia, en þeim smærri fórnað fyrir
,,frelsið“.
3. Öryggi alþýðunnar um atvinnu og sjálfkrafa vörn
gegn dýrtið er nú brotið niður: Alþýða Reykjavíkur hefur
í 18 ár, að undanteknu atvinnuleysistímabilinu eftir geng-
islækkunina 1950, haft örugga atvinnu. Alþýðan út um
land hafði hinsvegar eftir 1950 búið við mikið atvinnuleysi
fram til 1956, að það hvarf að mestu fyrir aðgerðir vinostri
stjórnarinnar. Nú er atvinnuleysið að byrja aftur út um
land og myndi að ári liðnu og hefjast í Reykjavík og ná-
grenni, ef ekkert gerðist áður. — Þá hefur og vísitölu-
greiðsla á kaup, sem allan tímann hefur verið alþýðunni
vörn gegn dýrtíðinni, er valdhafarnir skipulögðu, verið
bönnuð — og þarmeð varnarmúr alþýðunnar brotinn, unz
hún endurreisir hann.
★
Þá er rétt að athuga hvernig þessi pólitík afturhaldsins
snertir hinar ýmsu stéttir þjóðfélagsins:
1. Verkalýðurinn er helmingur þjóðarinnar. Hefur þegar
verið gerð grein fyrir hvílík árás á lífsafkomu hans alla
°g þjóðfélagslegt vald pólitík ríkisstjómarinnar er.