Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 14
Stjórnmálaályktun 12.
þings Sósíalistaflokksins
Flokksþingið álítur nauðsynlegt að skilgreina stefnu flokksins,
baráttuaðferðir og afstöðu, ýtarlegar á þessu þingi en hinum fyrri,
með tilliti til reynslu flokksins á undanförnum árum og þeirra
mismunandi skoðana sem fram hafa komið innan hans.
1. Forustnhlutverk flokksins í hagsmuna- og
lýðréttindabaráttu alþýðunnar
Flokkurinn hefur undanfarna áratugi haft forustu í stéttabar-
áttu verkalýðsins. Hagsmunabaráttan hefur verið það afl sem beitt
hefur verið í sókn og vörn til að bæta og verja lífsafkomu verka-
lýðsins og annarra launþega. Flokkurinn hefur verið leiðtogi al-
þýðunnar í þeirri lífsbaráttu, hefur skilgreint aðstæðurnar, skipu-
lagt undirbúninginn, valið tímann til baráttu og stjórnað átökun-
um er þau hófust. Flokkurinn hefur þannig verið það vitandi afl
sem stjórnað hefur stéttabaráttunni undanfarna áratugi og um-
skapað með henni lífsafkomu verkalýðsins frá þeirri fátækt sem
alþýða manna lifði við fyrir stríð til þeirra bjargálna sem mestur
hluti hennar hefur búið við þar til nú.
I hinni hörðu stéttabaráttu um land allt á undanförnum ára-
tugum hefur hetjuleg barátta verkalýðsins — ekki sízt á Akureyri,
Siglufirði og Vestmannaeyjum — hvað eftir annað valdið úrslit-
um, einkum í ýmsum hörðum verkföllum. En sívaxandi byggð við
Faxaflóa, þar sem meirihluti verkalýðsins er nú búsetmr, og póli-
tísk þróun verkalýðshreyfingarinnar í höfuðborginni valda því
að verkalýður Reykjavíkur hefur meir og meir orðið sú brjóst-
fylking í stéttabaráttunni sem jafnan hefur mest á reynt, svo sem
áþreifanlegast var i hörðustu stéttaátökunum 1942 og 1955. Orofa