Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 57
R É T T U R
57
þegar ég flutti kveðju mína á þinginu og spurðist fyrir um það
hvernig hann ætti að fara að því að læra íslenzku.
Þingið var haldið í nýju og veglegu stórhýsi, sem hefur verið
byggt sérstaklega til þess að halda í því hverskonar ráðstefnur
og meiriháttar sýningar; er þar aðstaða öll hin ákjósanlegasta til
slíkra starfa, m. a. unnt að þýða ræður manna jafnóðum á fimm
önnur tungumál. Þingsalurinn tekur um 5.000 manns, og meðan
þing kommúnistaflokksins stóð var hann oft troðfullur, en full-
trúar á þinginu voru um 1000 talsins. Aðrir voru flokksmenn
sem fylgdust með störfum þingsins, en einnig hafði sérstaklega
verið boðið ýmsum þjóðkunnum mönnum sem ekki eru í komm-
únistaflokknum en hafa unnið með honum; þarna var t. d. rit-
höfundurinn frægi Carlo Levi, en bók hans Kristur nam staðar
í Eboli kom út hjá Heimskringlu á síðasta ári.
Eftir sjálfa þingsetninguna og kosningu nefnda flutti Togliatti,
aðalleiðtogi ítalska kommúnistaflokksins, framsöguræðu sína.
Togliatti er maður lágvaxinn og þrekvaxinn, kvikur og fjörlegur
og lætur lítið á sjá þó hann sé orðinn 67 ára gamall og hafi mestan
hluta ævi sinnar orðið að reyna mikið á sig andlega og líkam-
lega, verið í útlegð, setið í fangelsi og verið í lífshættu eftir
morðárásir. Hann flytur mál sitt stillilega og beitir lítt handa-
hreyfingum, eins og Itala er þó háttur þegar þeir tala. Hann er
sagður tala mjög fagurt ítalskt mál, og öll er framsetning hans
einstaklega skýr og rökræn, og allt mál hans, eins þegar hann
talar um nærtæk hagnýt viðfangsefni, er yljað af eldmóði hug-
sjóna og stórbrotinna viðhorfa. Eg hygg að ég hafi ekki heyrt
öllu áhrifameiri málflutning en ræður hans á þessu þingi, þótt
ég yrði að fylgjast með þeim af þýðingum sem stundum voru
gerðar af vanefnum, enda mun hin alþjóðlega verklýðshreyfing
ekki eiga marga skarpvitrari, víðsýnni og raunsærri leiðtoga um
þessar mundir en Palmiro Togliatti.
Framsöguræða Togliattis tók rúma þrjá tíma. Þess er enginn
kostur að rekja efni hennar í stuttu máli að neinu gagni, enda
fjallaði meginhluti hennar um sérítölsk vandamál. En nokkra
meginþætti ætla ég að minnast á.
Meginforsendan í ræðu Togliattis og raunar helzta forsenda