Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 18
18
HÉTTIJK
þá víÖsýni að geta starfað með öðrum aðilum að þeim málum sem
stuðla að þessari þróun.
Flokkurinn þarf að verða það forustuafl í menningarmálum
sem bjargar þjóðmenningu Islendinga út úr því hafróti erlendra
spillingaráhrifa sem gagnsýrir áróðurs- og sýndarmenningu hinn-
ar nýríku borgarastéttar. Hin forna hnignandi bændamenning
megnar ekki lengur að veita viðnám. Það er hætta á ferðum ef
alþýðu og menntamönnum tekst ekki að endurnýja þjóðmenningu
Islendinga, svo að manngildisboðskapur hennar, fegurð og reisn
beri sigur úr býtum í viðureigninni við spillingaröfl þau sem setja
auðinn ofar manninum. I þessari endurnýjunarbaráttu er ekki að-
eins þörf á tengslum við menningararfleifð þjóðarinnar heldur
og við þann aflgjafa sem býr í hugsjón sósíalismans um frelsi
og mannréttindi.
Flokkurinn þarf að hafa til að bera þá þekkingu og þann skiln-
ing á atvinnulífi Islands, tæknilegum möguleikum þess og að-
stöðu allri, að hann geti ætíð leitt þjóðina á framfarabraut í þeim
efnum. Þá þekkingu þarf hann að hagnýta til að gera sér sem
gleggsta grein fyrir hinni sérstöku leið Islands til sósíalismans.
Flokkurinn þarf síðast en ekki sízt að vera uppalandinn, sem
mótar og eflir sósíalistíska vitund hjá verkalýð, menntamönnum
og þjóðinni allri, þjálfar mannval alþýðunnar í marxistiskum
fræðum og framkvæmdum í anda stéttabaráttu, þjóðfrelsis og
sósíalisma.
Flokkurinn þarf með öðrum orðum að vera hin pólitíska for-
usta þjóðarinnar á leið hennar til sósíalisma, sjá yfir öll þau svið
mannlegs lífs sem tengd eru þeirri þróun og gera sér ljósar allar
þær aðstæður sem geta auðveldað þjóðinni þessa stefnu.
Flokkurinn verður allur að efla skilning sinn á þessu hlutverki.
Svo vel sem flokkurinn hefur rækt forustu sína í hagsmuna- og
þjóðfrelsisbaráttunni skortir hinsvegar mikið á og hefur lengi
gert að hann hafi búið sig svo sem skyldi undir að gegna veiga-
mesta hlutverki sínu: að hafa forustu fyrir því að koma á sósíal-
isma á Islandi.
Allir flokksmenn og fylgjendur þurfa að sameinast um að bæta