Réttur


Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 58

Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 58
58 R É T T U R þinghaldsins alls var sú að nú væru að verða mjög veigamiklar breytingar í alþjóðamálum, kalda stríðinu væri að ljúka og við hlyti að taka tími friðsamlegrar sambúðar. Astæðan væri sú að þau tortímingarvopn sem upp hefðu verið fundin væru svo ógn- arleg og altæk í eyðileggingu sinni, að styrjöld gæti ekki framar orðið aðferð til að leysa vandamál imperíalismans. Sovétríkin og sósíalistísku ríkin væru komin fram úr auðvaldsríkjunum í hern- aðartækni og orðin svo öflug, að heimsvaldasinnar vissu að hern- aðarárás og styrjöld myndi aðeins leiða tortímingu yfir þá sjálfa. Ef baráttunni fyrir friði yxi enn ásmegin og rétt væri á öllu haldið væri skeið friðsamlegrar sambúðar og friðsamlegrar sam- keppni þegar hafið. Vissulega væru styrjaldir enn sem fyrr hluti af eðli imperíalismans, en á sama tíma væri það augljós staðreynd að sósíalistísku ríkin gætu komið í veg fyrir styrjöld; kapítalism- inn væri að komast í þá aðstöðu að hann gæti ekki náð marki sínu með ofbeldi og valdbeitingu; þetta væri dæmi um nýjar innri andstæður innan kapítalismans. Jafnframt ræddi Togliatti sérstaklega ástandið í heimsmálunum í dag og svaraði spurning- um andstæðinga um það, hvort ítalskir kommúnistar teldu frekar að Italía ætti að heyra til austurveldunum eða vesturveldunum og sagði: Landafræðin og sagan skera úr um það að við heyrum til hinum svokallaða vestræna heimi. En við teljum að Italir eigi ekki að vera fylgihnöttur neinna stórvelda. Við miðum afstöðu okkar ekki við valdstefnuna, heldur leggjum áherzlu á að þá stefnu verði að kveða niður, tryggja afvopnun og leggja niður hernaðarbandalög. Þessi stefna ein er í samræmi við hagsmuni Italíu og raunar allra ríkja í Vesturevrópu; verði hún ekki tekin upp munu ríki Vesturevrópu, sem áður hafa haft hin víðtækustu áhrif í heimsmálunum, koðna niður. Síðan ræddi Togliatti um það að hin nýju viðhorf í heimsmál- unum, sú friðsamlega sambúð og samkeppni sem nú hlyti að móta þróunina í æ ríkara mæli, færðu sósíalistískum flokkum í auðvaldsríkjunum ný og stórbætt skilyrði til baráttu. Friðsamleg sambúð hlyti að hafa það í för með sér að andkommúnisminn lamaðist, að ofstæki og forherðing brotnaði niður, að menn litu á vandamálin hlutlægari augum en áður. Sömu áhrif myndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.