Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 40
40
RÉTTUR
gera margt fleira og meira, en nú er af þeim heimtað, ef þeir
aðeins væru þess megnugir.
Sanna þurfamenn ættu þeir eigi aðeins að fæða og klæða,
heldur veita þeim prýðilegt uppeldi, ef börn eru, glaða og náðuga
elli, ef aldraðir eru, næga hjúkrun, ef sjúkir eru.
Þeir ættu ekki aðeins að annast þá, sem ekki geta sjálfir séð sér
farborða, heldur varna því, að efni og atorka þverri hjá þeim,
sem vill bjarga sér. Þeir ættu að varna voða en greiða fyrir vel-
gengni. Þeir ættu að vera nokkurs konar bakhjallur fyrir alla
hreppsbúa, þegar í einhverjar ofraunir rekur; þeir ættu að halda
uppi forðabúri bæði fyrir fólk og fénað; þeir ætm að vera fröm-
uður búnaðarbóta og margháttaðrar menningar.
En það er auðsætt, að þetta er flestum sveitarsjóðum langt
um megn og mun jafnan verða, meðan tekjur þeirra eru eingöngu
sama eðlis og nú, hvernig sem sveitarstjórnarlögin væru og hversu
vísir og góðir menn, sem stjórn þeirra hefðu á hendi.
Eina ráðið er að veita sveitarsjóðunum eigi aðeins fastan, heldur
sívaxandi höfuðstól. I þessa átt stefna lögin um stofnun styrktar-
sjóða handa alþýðufólki, er með tímanum munu verða þessu landi
til hinnar mestu blessunar.
A sama hátt væri einkar æskilegt, að sem flestir sveitarsjóðir
legðu árlega nokkra upphæð í Söfnunarsjóðinn, er með tíman-
um gæti orðið mikill, varanlegur og sívaxandi tekjustofn fyrir þá.
En til þess að sveitarmálum mætti koma í það horf, sem
nauðsyn krefur, þarf hvert sveitarfélag eiginlega að eiga sig sjálft,
ekki aðeins þarfir sínar, skort sinn og bágindi, heldur einnig arð
sinn, auðsuppsprettur sínar og umfram allt sinn óhreyfanlega höf-
uðstól, jarðirnar.
Þetta er einnig viðurkennt, hvað arðinn snertir, þar sem lögin
mæla svo fyrir, að aukaútsvar skuli leggja á sveitarbúa, annars
vegar eftir efnum og ástæðum hvers gjaldþegns, og hins vegar
eftir þörfum sveitarsjóðs til nauðsynlegra og löglegra gjalda. En
þetta er eigi einhlítt til þess að fullnægja þörfum sveitarfélaganna.
Þegar á herðir, takmarkast þetta í framkvæmdinni af gjaldþoli
manna, svo sveitarfélagið getur komizt í skuldir (hallærislánin),
orðið ómegnugt að gegna skyldum sínum, svo sem vera ber, og