Réttur


Réttur - 01.01.1960, Page 40

Réttur - 01.01.1960, Page 40
40 RÉTTUR gera margt fleira og meira, en nú er af þeim heimtað, ef þeir aðeins væru þess megnugir. Sanna þurfamenn ættu þeir eigi aðeins að fæða og klæða, heldur veita þeim prýðilegt uppeldi, ef börn eru, glaða og náðuga elli, ef aldraðir eru, næga hjúkrun, ef sjúkir eru. Þeir ættu ekki aðeins að annast þá, sem ekki geta sjálfir séð sér farborða, heldur varna því, að efni og atorka þverri hjá þeim, sem vill bjarga sér. Þeir ættu að varna voða en greiða fyrir vel- gengni. Þeir ættu að vera nokkurs konar bakhjallur fyrir alla hreppsbúa, þegar í einhverjar ofraunir rekur; þeir ættu að halda uppi forðabúri bæði fyrir fólk og fénað; þeir ætm að vera fröm- uður búnaðarbóta og margháttaðrar menningar. En það er auðsætt, að þetta er flestum sveitarsjóðum langt um megn og mun jafnan verða, meðan tekjur þeirra eru eingöngu sama eðlis og nú, hvernig sem sveitarstjórnarlögin væru og hversu vísir og góðir menn, sem stjórn þeirra hefðu á hendi. Eina ráðið er að veita sveitarsjóðunum eigi aðeins fastan, heldur sívaxandi höfuðstól. I þessa átt stefna lögin um stofnun styrktar- sjóða handa alþýðufólki, er með tímanum munu verða þessu landi til hinnar mestu blessunar. A sama hátt væri einkar æskilegt, að sem flestir sveitarsjóðir legðu árlega nokkra upphæð í Söfnunarsjóðinn, er með tíman- um gæti orðið mikill, varanlegur og sívaxandi tekjustofn fyrir þá. En til þess að sveitarmálum mætti koma í það horf, sem nauðsyn krefur, þarf hvert sveitarfélag eiginlega að eiga sig sjálft, ekki aðeins þarfir sínar, skort sinn og bágindi, heldur einnig arð sinn, auðsuppsprettur sínar og umfram allt sinn óhreyfanlega höf- uðstól, jarðirnar. Þetta er einnig viðurkennt, hvað arðinn snertir, þar sem lögin mæla svo fyrir, að aukaútsvar skuli leggja á sveitarbúa, annars vegar eftir efnum og ástæðum hvers gjaldþegns, og hins vegar eftir þörfum sveitarsjóðs til nauðsynlegra og löglegra gjalda. En þetta er eigi einhlítt til þess að fullnægja þörfum sveitarfélaganna. Þegar á herðir, takmarkast þetta í framkvæmdinni af gjaldþoli manna, svo sveitarfélagið getur komizt í skuldir (hallærislánin), orðið ómegnugt að gegna skyldum sínum, svo sem vera ber, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.