Réttur


Réttur - 01.01.1960, Page 31

Réttur - 01.01.1960, Page 31
R É T T U R 31 an mælikvarða. Máski er það höfuðgildi Atómstöðvarinnar, hversu vel hún túlkar ólgutíma stríðsáranna, þetta gelgjuskeið höfuð- borgarinnar, þegar hún vex örar en svo, að tvísýnt er, hvort þessi unglingur nær að þroskast eða fer í hundana. Þessi ofþensla setur mark sitt bæði á líf yfirstéttar og millistéttar, ungra og gamalla. Beztar eru máske barna- og unglingalýsingarnar í Atómstöðinni. Þarna stendur reykvískur æskulýður þessa tíma Ijóslifandi fyrir okkur, spilltur af upplausn umhverfisins, en innst inni með heil- brigðan kjarna, mannvænleg og aðlaðandi ungmenni, sem hægt væri að gera sér góðar framtíðarvonir um, ef þeim væri fengið heilbrigt umhverfi af hendi uppalenda. Þótt gildi Atómstöðvarinnar sé þannig meir fólgið í almennri mannlífstúlkun en snjallri persónusköpun, koma þar eimnitt fram nýjar manngerðir, sem mikill fengur var að fá mótaðar i formi skáldsögunnar. Auk organistans, sem er dálítið sérstakur, gnæfa þar tvær manngerðir upp úr: Ugla og Búi Arland. Búi Arland er alveg ný manngerð í íslenzkum bókmenntum, alveg eins og hann er raunar ný manngerð í íslenzku þjóðlífi. Hann er hinn fágaði, menntaði, en lífsþreytti borgari, sem sér í gegnum blekk- ingar þess lífs, er hann lifir. Hann veit, að það þjóðfélagsform, sem hann er fulltrúi fyrir, er dauðadæmt. En hann leikur hlutverk sitt áfram. Hann hefur engan kraft til að slíta sig lausan, en gerir aðeins gælur við óraunsæjan flótta frá ríkjandi lífernisháttum. Ef Búi Arland er borinn saman við Sigurð Bjarnason í Tilhuga- lífi, sem er að nokkru leyti hliðstæða hans í þeirri sögu, kemur í ljós að þeir eru um flest ólíkir. Veldur því að sjálfsögðu mestu að þeir eru þrátt fyrir allt fulltrúar fyrir ólík þjóðfélagsform, þó að þeir verði að teljast stéttarbræður. Auk þess er Búi Arland sem skáldpersóna gerð af meiri íþrótt frá hendi höfundar en Sig- urður Bjarnason hjá Gesti. H.K.L. hefur fengið orð fyrir að ýkja persónur og atburði, en á því ber líka einnig hjá Gesti. Mér hefur t. d. alltaf þótt Sigurður Bjarnason dálítið ósennilegur, þegar hann segir upp í opið geðið á Sveini, að honum og hans líkum eigi ekki að líða vel. Ugla gegnir í Atómstöðinni að nokkru leyti hlutverki Sveins í Tilhugalífi. Þau eru sækjendur höfunda í máli þeirra á hendur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.