Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 4

Réttur - 01.08.1931, Side 4
116 HVAÐ VERÐUR UM TEKJURNAR [Rjettur sleppa því að vekja athygli þína á því, að þar er um mikið fé að ræða. Örlítill hluti framleiðslu þinnar fer beint úr vasa þínum til opinberra þarfa: í fasteignaskatt af kotinu, sem þú erjar og kofaræflunum, sem þú hýrist í, ef til vill einhvern örlítinn tekjuskatt og útsvar til hrepps- félagsins. Við skulum gera ráð fyrir þessum upphæð- um fremur lágum og þær eru því lægri, því fátækari, sem þú ert, því minni tekjur sem þú hefir og því fleiri ómögum, sem þú átt fyrir að sjá. En rétt er þó fyrir þig að skrifa þessa upphæð niður, því að svo mikil auðæfi veitstu að til eru í landinu, að allt mælir á móti því, að verið sé að heimta fé til opinberra þarfa af þeim mönnum, sem ekki geta aflað sér nauðþurfta með öðru en því að hækka skuld sína, að minsta kosti þau árin, sem eitthvað ber út af. Auk þess greiðir þú gjald til prests og kirkju. Það er kr. 2.75 fyrir hvern þann fjölskyldumann þinn, sem kominn er yfir 16 ára aldur. Eigir þú fyrir að sjá foreldrum þínum eða tengdafor- eldrum eða hvorutveggja og þegar eldstu börnin þín fara að komast yfir fermingaraldurinn, þá fer skattur þessi að verða all-tilfinnanlegur. Og ef gera mætti ráð fyrir því, að þér fyndist þú eiga lítið til prests þíns og prestastéttarinnar í heild að sækja, þá finst mér sjálfsagt að þú skrifir þessa upphæð á lista þann, sem ég vona að þú gerir nú yfir það, hve miklu þjóðfélagið og auðvaldið í skjóli þess, rænir þig af arði þínum. í öðru lagi skaltu athuga, hve mikið þú greiðir í vexti af skuldum þínum í bönkum, við verslanir eða hjá ein- stökum mönnum. Þar færðu upphæð, sem verður því hærri, sem hagur þinn er erfiðari. Þar er um upphæð að ræða, sem fer beint í vasa þeirra, sem mestar hafa gnægðirnar. Hún rennur til manna, sem í gegnum fyr- irtæki sín hafa dregið í vasa sinn arð af vinnu annara manna, eða þá afkomenda þeirra. Láttu það ekki blekkja þig, þótt nábúi þinn segi þér, að auðsöfnun

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.