Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 9

Réttur - 01.08.1931, Síða 9
Rjettur] HVAÐ VERÐUR UM TEKJURNAR 121 að lítast svo á málið, að hagurinn að jarðabótinni sé orðinn tvísýnn, og haldi verðfallið áfram, þá syrtir enn í lofti. Að ári liðnu þarf máske 50 dilka í Rækt- unarsjóðinn og árið þar eftir 60, og þá ferðu að sjá fram á það, að þú heldur ekki aðeins áfram með það að berjast í bökkum, heldur vofir hvert komandi ár yl'ir þér með ógnunum um hrun og gjaldþrot. Rækt- unarsjóðurinn tekur orðið til sín mikinn hluta af ár- legri framleiðslu þinni, og þegar hún hrekkur ekki orð- ið lengur til, þá tekur hann af þér jörðina, sem þú varst búinn að auka og bæta, og þú gengur í burtu slyppur og snauður. Hvað hefir gertst í þeirri þróun búnaðarhátta, sem átt hefir sér stað á jörðinni þinni? í fám orðum þetta: Bankaauðvaldið hefir gert þér fært að bæta fram- leiðsluskilyrði á jörðinni. Nú er framleiðsla orðin miklu meiri á móti hverri vinnueiningu en áður var. En svo er stilt til, að ágóðinn af þessari breytingu fær ekki að renna í þinn vasa, heldur til bankans, sem lánar þér, eða í gegnum hann til bankans, sem honum lánar. Þetta er hið mikla alvörumál, sem þú og stéttar- bræður þínir verða að horfast í augu við nú á tímum. Þrátt fyrir allar umbæturnar, sem gerðar eru á sviði landbúnaðarins, þá eru heilt yfir alls engar horfur um betri afkomu til handa þeim, sem á jörðunum sitja. Auðvaldið heldur í höndum sínum skilyrðunum til end- urbótanna og þau skilyrði veitir það ekki öðruvísi en með þeim afarkostum, sem við nú höfum virt fyrir okkur. Þegar auðvaldið hefir orsakað kreppu í við- skiptalífinu, — aukið atvinnuleysi, lækkandi kaupgjald og lækkandi vöruverð, þá heimtar það með hverju ári al' þér meira fé, — fleiri dilka, — mei'ri mjólk, þar til það endar að öllum líkindum loks með því að ganga svo nærri framleiðslu þinni, að þú færð ekki staðið straum af kröfum þess, og það hirðir að síðustu jörðina, —

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.