Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 10

Réttur - 01.08.1931, Page 10
122 HVAÐ VERÐUR UM TEKJURNAR [Rjettur sviptir þig atvinnuskilyrðunum og hendir þér út á kaldan klakann. III. Vinur minn! Barátta þín hefir verið erfið og horf- urnar eru svartar. Ég vonast til að hafa með orðum mínum getað gert þér það ljóst, að fátækt þín stafar fyrst og fremst af því, að þér er ekki leyft að njóta þeirra auðæfa, sem þú framleiðir úr skauti jarðarinn- ar í sveita þíns andlitis. Ef til vill vilt þú gera ein- hverjar athugasemdir við þetta álit mitt, en það þykir mér þó heldur ólíklegt, því að svo augljóst mál virðist mér þetta vera. En mikil ánægja væri mér það, ef þú vildir stinga niður penna og skrifa mér athugasemdir þínar, ásamt fyrirspurnum um ýms atriði þessu við- víkjandi, svo sem hvernig helst bæri að reyna að ráða bót á þessu ástandi. Ef ég verð ekki því meiri önnum kafinn, þá myndi ég hafa mikla ánægju af því að standa í bréfaviðskiptum við þig um þessi' mikilvægu og alvarlegu mál. Ég hefi nokkra reynslu í þessum efn- um, eins og þú, en aðstæður mínar hafa verið það betri, að ég hefi getað veitt mér meiri tíma til að hugsa róttækt um þessi mál, og kynna mér kenningar og reynslu um nýja skipulagsháttu á þessu sviði. Kreppan harðnar með ári hverju, og þú horfir fram á æ ægilegra ástand. Þú veitst líka, að þú ert ekki neitt einstakur á þessu sviði, heldur hafa þúsundir stéttar- bræðra þinna sömu sögu að segja, sömu baráttu að baki og sömu ógnir fram á að horfa. — Réttmætar kröfur um að þú fáir að njóta ávaxtanna af erfiði þínu, sérðu að muni vera tilgangslítið fyrir þig einan að bera fram, en öðru máli gegnir, ef allar þær þúsund- ir, sem hafa af sömu reynslunni og þú að segja, stæðu á bak við þær kröfur. Það er erfitt fyrir ykkur, sem búið dreifðir og einangraðir út um bygðir landsins, að styrkja svo samtök ykkar, að sjáanlegt sé að veruleg-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.