Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 13

Réttur - 01.08.1931, Síða 13
Rjettur] SMÁBÓNDINN 125 var hann ánægður, ef þeir tóku við honum í sinn hóp, og hann lét meira að segja son sinn læra til kaup- manns, eins og hann sá hina gera. Og hann sótti eins og áður kirkjuna og spilakvöldin. En svo tók nú fyrir það líka. Nú sat hann í dimmri stofunni kvöld eftir kvöld og starði á konu sína. Stund- um hrökk hann upp úr grufli sínu, tók að formæla ör- lögum sínum og spyrja þögla veggina, með hverju hann hefði sérstaklega unnið til þessa hlutskiptis. Hann fann, hvernig hann fjarlægðist stórbændurna meira og' meira. Hann hataði þá, meira að segja. En þegar honum duttu svo launaþrælarnir í hug, fann hann til samskonar haturs. Að hans dómi lifðu verka- mennirnir áhyggjulausu lífi, báru engan kvíðboga fyr- ir morgundeginum og voru frjálsir sem fuglar loftsins. Og þannig var Jahn eins og klukkukólfur í lausu lofti, yfirgefinn af öllum mönnum, að því, er virtist. Einveran tók mjög á hann. Hann stóð þarna ráða- laus og fullur af drungalegri skelfingu frammi fyrir einhverju voðalegu, sem hann gat þó ekki skilið. Hann spurði sjálfan sig, hvað verið væri að gera honum. Skyldi hann vinna minna en áður? Nei! Enn var hann sami viimuþjarkurinn. Alltaf vann hann frá því snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin, lá andvaka á næturnar og gruflaði og grundaði. Alltaf jókst örvæntingin, og lá við, að hún kæfði hann. Og svo kom að því! Það var sem blýhringur væri lagður um höfuð Jahns, og tennurnar glömruðu í gómi hans, þegar hann sá framundan sér gjaldþrotið, grimmt og hlífðarlaust. En hann vildi leita síðasta úrræðis. Hann ætlaði að heimsækja stórbændurna og biðja þá ásjár, því að í rauninni þóttist hann vera einn úr þeirra hópi. Þeir myndu vissulega ekki láta hann steypast í glötun.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.