Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 15

Réttur - 01.08.1931, Side 15
Rjettur] SMABÓNDINN 127 f »Hér um bil nýr hirðingarvagn — hundrað — hundrað og fimmtíu — hundrað og áttatíu — fyrsta — annað — og þriðja sinn....« Nú kom röðin að skepnunum. Þá hélzt Jahn ekki lengur við inni fyrir. Hann virti fyrir sér fjölmennan hppinn, þaðan sem hann stóð á háum steinbekk, horfði vonleysisaugum á manngrúann. En þegar verið var að selja stóru plógklárana tvo, þá runnu tvö sölt tár niður horaða vangana. Eitthvað slitnaði innst í honum. Seehof keypti flestallt. Hann bauð í hlutina rólegum rómi og og leit kuldalega á þennan bugaða mann þarna á steinbekknum. í síðasta sinni horfði Jahn á spikfeit svínin og kýrn- ar sínar, sem gljáðu allar af góðri hirðingu. Allt fór sömu leiðina, undantekningarlaust. Ávextir margra alda vinnu dreifðust nú þarna eins og löður á vatni... Mannfjöldinn var allur á bak og burt. Seehof sat á ölkránni með fjölmennu fylgdarliði og hellti í sig bjómum í tilefni af hinum ágætu kaupum, sem hann hafði gert. Um kvöldið kom vinnumaður Seehofs og leiddi hest- ana út úr húsagarði Jahns. Og hann stóð þar boginn í baki og horfði lengi á eftir þeim. Honum fannst þeir flytja burt með sér líf hans og hamingju á mjúklega ávölum lendunum. Jahn var aftur orðinn heiðursmaður og hafði' greitt skuldir sínar því nær að fullu. En hann var sjúkur og lá í dimmu hesthúsi, sem honum hafði verið fengið til íbúðar. Kona hans vann baki brotnu á ökrunum, sem einu sinni voru þeirra eign, en nú voru komnir í eigu Seehofs. Jahn hugsaði fram í tímann, og honum var þungt í skapi... Og hér lýkur sögunni um hann Jahn, smábóndann. Þó mætti líka segja, að hér hefj.ist saga hans, því að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.