Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 22

Réttur - 01.08.1931, Page 22
134 FRAMSÓKN OG FÁTÆKIR BÆNDUR [Rjettur verða verkamenn að vinna sem best að slíkum skiln- ingi á sameiginlegum hagsmunum verkalýðs og fá- tækra bænda. Enda kemst Engels, hinn frægi frum- kvöðull sósíalismans, svo að orði í riti sínu um smá- bændur: »Eftir því sem við getum varnað fleiri bænd- um að falla niður í verklýðsstjettina og unnið á okkar mál sem bændur, því fljótari og sársaukaminni verður hin þjóðfjelagslega umbreyting. Það gæti ekki komið okkur að gagni, að bíða eftir þessari umbreytingu, uns þróun auðvaldsins er komin á ystu nöf, uns síðasti handiðnaðarmaðurinn og síðasti smábóndinn hafa orð- ið stórframleiðslu auðvaldsins að bráð«. En meðan skilningur fátækra bænda þannig hlýtur að vakna og vaxa á því, að hagsmunir þeirra sjeu ó- samrýmanlegir auðvaldsskipulaginu, — gengur hið pólitíska forustulið Framsóknar þá leið, sem það ætl- aði fátækum bændum að ganga með sjer, að verða varalið og verndarar auðvaldsskipulagsins. Foringjar Framsóknar verða bankaráðsmenn og bankastjórar, gerast hluthafar í gróðafyrirtækjum Reykjavíkurauð- valdsins og sogast inn í embættismannabákn þess rík- isvalds, er viðheldur auðvaldsskipulaginu, fátækt þess og órjettlæti. Djúpið milli Framsóknarforingjanna og fátæku bændanna verður sífelt stærra, hagsmunirnir ólíkari og hugsunarhátturinn óskyldari. En eftir kosn- ingarnar 1931 verður Framsókn yfirlýstur vörður auð- valdsskipulagsins og tekur að beita sjer harðar og harðar gegn verkalýðnum og leiðtogum hans, komm- únistum. Einmitt þegar fátækum bændum og verkalýð ríður mest á, þegar kreppan er dunin yfir og skortur- inn brýst alstaðar fram, þá skýtur auðvaldið Fram- sókn fyrir sig sem skildi, svo hún einangri bændur frá baráttunni, ef saman skyldi ljósta fylkingum milli auð- valds og verkalýðs bæjanna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.