Réttur


Réttur - 01.08.1931, Side 24

Réttur - 01.08.1931, Side 24
136 SKULDLAUS BÚSKAPUR [Rjettur og taka höndum saman við samskonar byltingaröfl verkalýðsins í bæjunum til endanlegrar baráttu fyrir sigri sósíalismans og allra undirokaðra — og þá hryn- ur það ríki í rústir, sem Framsókn reynir að vernda fyrir auðvaldið, »og verkalýðsbyltingin öðlast þann volduga kór, sem ómissanlegur er, svo einsöngur henn- ar meðal bændaþjóða ekki breytist í útfararljóð« (Marx í »18. Brumaire«). Smábændur og skuldlaus búskapur. (Bændabréf til >Réttar«). Skuldlaus búskapur hefir verið hugsjón íslenska bóndans. Og sú hugsjón hefir verið takmark baráttu hans. Þær fórnir eru margar og stórar, sem færðar hafa verið á altari þessarar hugsjónar. Róttækri al- hliða sjálfsafneitun, — jafnvel sjálfspynding, — hefir verið beitt. Langur vinnudagur, ilt viðurværi, barna- þrælkun, gleðileysi og eyðing hæfileikans til þess að gleðjast og njóta. Þessi er baráttusagan. Og útkoman, — hjá stöðugt vaxandi hluta bændanna hefir hún ver- ið — skuldabúskapur. Aðeins þeir bændur, sem ein- hverja aðstöðu hafa haft til þess að halda verkafólk, búið við óvenjugóð náttúruskilyrði eða haft meira viljaþrek og afkastamöguleika en alment gerist, hafa náð takmarkinu. Og þeir hafa á öllum tímum verið til- tölulega fáir svo sem eðlilegt er. Bestu skilyrðin falla jafnan fáum í skaut. Kynslóðir hafa komið og farið. Þær hafa int af höndum sömu baráttuna og lotið sömu örlögum. En það merkilega fyrirbrigði hefir gerst, að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.