Réttur


Réttur - 01.08.1931, Síða 32

Réttur - 01.08.1931, Síða 32
144 KAUPMANNABRAGUR [Rjettur svefnmókið! Hœttið draumunum um atvinnulegt sjálf- stæði og skuldlausan búskap! Það fellur öðrum í skaut, en ykkur ekki. Þjóðfélagið hefir ekki enn skapað ykk- ur nein hægindi og mun ekki gera það. Ykkar sérrétt- indi eru að hlaða saman auð í hendur yfirstéttarinnar og leggja henni vinnuafl. Draumar liðinnar alþýðu- stéttar um konungsríkið, þar sem réttur en ekki mátt- ur situr í hásæti, mun ekki rætast á vegum hins borg- aralega þjóðfélags. Hið ágæta takmark íslenska smá- bóndans, skuldlaus búskapur, er engin ráðandi eða ná- lægur veruleiki. Það er aðeins rómantísk draumsjón og dæmt til þess að fölna og hníga eins og aðrar hill- ingar. Hið merkasta verkefni smábænda og leiguliða nútímans á íslandi, er að finna annað takmark til þess að keppa að. Það takmark er, að verða hinn ráðandi kraftur í þróun íslenskts landbúnaðar. Og leiðin að því marki er hið róttækasta og víðtækasta samstarf þeirra sjálfra. Ef slíkt samstarf verður til er sigurinn viss. íslenskir smábændur og leiguliðar! Þið megnið að skapa auð í hinu kapitalistiska þjóðfélagi. Það sýnir þróunin og reynslan. Þið megnið það einnig undir þjóð- skipulagi sósialismans. Það er öldungis víst. Ingólfur Gunnlaugsson. Kaupmannabragur. (Ortur meðan stríðið stóð, en er sífelt í gildi). Kaupmanna ríkir klækjótt öld konungum stærri meður völd, pína þeir bæði land og lýð, leitt hafa þjóðir út í stríð,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.